Ofurparið Selma Björnsdóttir söngkona og Kolbeinn Tumi Daðason fjölmiðlamaður gera vel við sig í Kaupmannahöfn þessa dagana. Það er fátt vinsælla um þessar mundir en að skreppa í nokkurra daga afslöppun til útlanda og Selma og Kolbeinn Tumi stukku á vagninn.
Svo virðist sem haustið leiki við þau í kóngsins Kaupmannahöfn og hafa skötuhjúin verið dugleg að birta myndir úr ferðinni á samfélagsmiðlum sínum. Það er hægt að hugsa sér margt verra en að „hygge sig“ í gamla höfuðstaðnum.
Parið hnaut hvort um annað fyrir tveimur árum en í mars 2019 greindi Smartland frá því að Selma hefði birt fyrstu myndina af þeim Kolbeini Tuma á Instagram. Þau fóru hvort í sína áttina í lok síðasta árs en fundu ástina aftur eftir stutt sambandsslit.