Uppkosningar ýtrasta úrræðið

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is kem­ur sam­an á sín­um fyrsta fundi í dag til þess að fara yfir þau kjör­bréf sem lands­kjör­stjórn gaf út og und­ir­búa til­lög­ur til þings­ins um af­greiðslu þeirra. Þá fær nefnd­in í hend­urn­ar fram komn­ar kær­ur.

Magnús Davíð Norðdahl, odd­viti Pírata í Norðvest­ur­kjör­dæmi, birti ný­verið kæru sem hann lagði fram til kjör­bréfa­nefnd­ar í kjöl­far end­urtaln­ing­ar at­kvæða í kjör­dæm­inu. Magnús fer fram á upp­kosn­ingu, en hann náði ekki kjöri í kosn­ing­un­um.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var meðal þeirra sem duttu út af þingi eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Hún og Guðmund­ur Gunn­ars­son, fram­bjóðandi Viðreisn­ar, hafa látið út­búa kæru sem verður að öll­um lík­ind­um lögð fram í dag.

Kæru­frest­ur al­menn­ings er fjór­ar vik­ur frá kosn­ing­um og því kunna að bæt­ast við fleiri eft­ir að nefnd­in hef­ur störf.

All­ir mögu­leik­ar skoðaðir

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sit­ur í und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa­nefnd­ar. Hann seg­ir að þó að lög­in heim­ili upp­kosn­ingu, sé það ýtr­asta úrræðið. Fyrst þurfi að skoða alla aðra mögu­leika í þaula. Nefnd­in verði að kom­ast að lög­fræðilega réttri niður­stöðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina