Birta myndband af björguninni í Ísafjarðardjúpi

Fjórum skipverjum var bjargað af strandaðri skútu við Æðey.
Fjórum skipverjum var bjargað af strandaðri skútu við Æðey. Skjáskot

Landhelgisgæslan hefur birt myndband á facebooksíðu sinni af aðgerðum næturinnar. Var TF-GRO kölluð út í nótt eftir að skúta strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi og voru skipverjarnir hífðir um borð.

Fyrst á vettvang voru rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og björgunarskipið Kobbi Láka, en komust ekki að skútunni í næturmyrkrinu. Var fjögurra manna áhöfn skútunnar því hífð um borð í þyrluna.

mbl.is