Hættustig almannavarna á Seyðisfirði áfram í gildi

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn mæl­ist hreyf­ing á flek­an­um sem ligg­ur milli skriðusárs­ins á Seyðis­firði frá des­em­ber 2020 og Búðarár. Tals­verðri úr­komu er spáð á svæðinu þegar nær dreg­ur helgi. Rým­ing mun því vara fram yfir helgi.

Níu hús voru rýmd í gær vegna þessa og nítj­án manns yf­ir­gáfu þá heim­ili sín. Rým­ing gekk vel og all­ir fengu húsa­skjól, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.

„Herðubreið verður opin milli klukk­an 14 og 17 í dag. Íbúar í hús­um á rým­ing­ar­svæðum eru sér­stak­lega hvatt­ir til að mæta og geta þá fengið aðstoð við að fara að og huga að hús­um sín­um hafi þeir hug til þess.

Full­trú­ar Rauða kross­ins verða í Herðubreið. All­ir vel­komn­ir. Minnt er á hjálp­arsíma Rauða krosss­ins í síma 1717,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is