Ræða að skiptast á ráðuneytum

Fyrsti fundur undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis fór fram í gær.
Fyrsti fundur undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis fór fram í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa haldið áfram að hitt­ast ein­ir síns liðs, en hafa sagt sínu fólki að góður gang­ur sé í viðræðunum. Helst standi í þeim að gera út um óút­kljáð og erfið mál frá síðasta kjör­tíma­bili, en þau vilja for­menn­irn­ir leysa áður en lengra er haldið við að setja sam­an nýj­an stjórn­arsátt­mála.

Sem fyrr er það út­gangspunkt­ur að Katrín Jak­obs­dótt­ir gegni áfram embætti for­sæt­is­ráðherra, en stjórn­arþing­menn, sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær, telja lík­leg­ast að fjár­málaráðuneytið verði áfram á for­ræði Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvort sem Bjarni Bene­dikts­son haldi áfram í því embætti eða eft­ir­láti það öðrum. Í upp­hafi viðræðna töluðu fram­sókn­ar­menn um að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son gæti í ljósi fleiri þing­sæta gert til­kall til stóls for­sæt­is­ráðherra eða fjár­málaráðherra, en nú er frek­ar rætt um að hann verði ráðherra nýs innviðaráðuneyt­is. Þar mun helsta fyr­ir­staðan vera sú að Vinstri græn eru ófús til þess að láta skipu­lags­mál­in af hendi úr um­hverf­is­ráðuneyt­inu.

Skipti á ráðuneyt­um og ráðherr­um hugs­an­leg

For­menn­irn­ir munu hafa kastað á milli sín hug­mynd­um um skipt­ingu annarra ráðuneyta, en viðræður eru ekki komn­ar á það stig að neitt sé farið að skýr­ast um það. Ekki er loku fyr­ir það skotið að verk­efni verði færð milli ráðuneyta og jafn­vel víðt æk­ari breyt­ing­ar gerðar á stjórn­ar­ráðinu.

Þau sjón­ar­mið hafa einnig verið viðruð að rétt sé að flokk­arn­ir skipt­ist á ein­hverj­um ráðuneyt­um. Rík­is­stjórn­in hafi gott af því að leyfa fersk­um vind­um að blása um ganga ráðuneyt­anna og ekki endi­lega heppi­legt að menn ger­ist of þaul­sætn­ir í fagráðuneyt­un­um svo­nefndu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: