Ræddu rýminguna á fundi í Herðubíó

Frá fjarfundi Veðurstofu Íslands í dag.
Frá fjarfundi Veðurstofu Íslands í dag. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Fjölda­hjálp­ar­stöðin í fé­lags­heim­il­inu Herðubreið á Seyðis­firði var enn opin í dag á öðrum degi rým­ing­anna vegna skriðuhætt­unn­ar á Seyðis­firði. Ekki var mikið um að vera þegar frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins og mbl.is bar að garði, enda flest­ir hér orðnir sjóaðir í svona ástandi. Brim­ir Christoph­s­son Buchel sat bros­mild­ur við kaffi­bar­inn og var að bíða eft­ir mömmu sinni sem hafði fengið heim­ild til að skjót­ast heim og sækja föt.

Brimir Christophsson Buchel.
Brim­ir Christoph­s­son Buchel. mbl.is/​Pét­ur Kristjáns­son

Ein­hverj­ir voru svo að kíkja við, fá frétt­ir, ræða mál­in og jafn­vel fá leiðbein­ing­ar um hvernig mætti ganga til verks til að leysa til­fallandi mál. Á staðnum voru til taks sjálf­boðaliði Rauða kross­ins, tveir full­trú­ar frá fjöl­skyldu­sviði Múlaþings, full­trúi sveit­ar­stjóra og lög­reglumaður á vakt.

Klukk­an fjög­ur byrjaði síðan fund­ur fyr­ir bæj­ar­búa sem var fjar­fund­ur og fór fram í Herðubíó. Magni Hreinn Jóns­son, hóp­stjóri of­an­flóða hjá Veður­stofu Íslands, út­skýrði þar stutt­lega hvernig Veður­stof­an fylg­ist með hreyf­ing­um í fjall­inu ofan við bæ­inn sunn­an meg­in Seyðis­fjarðar. Hann sagði síðan frá því hvaða atriði í gagna­söfn­un þeirra urðu til þess að lög­reglu­stjór­inn á Aust­ur­landi og al­manna­varn­ir ákváðu að rýma skyldi níu hús á Seyðis­firði á mánu­dag­inn var. Ennþá mæl­ist gliðnun í innra barmi skriðusárs­ins í fjall­inu ofan við bæ­inn.

Ólafía Stefánsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins, Alla Borgþórsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings, …
Ólafía Stef­áns­dótt­ir sjálf­boðaliði Rauða kross­ins, Alla Borgþórs­dótt­ir, full­trúi sveit­ar­stjóra Múlaþings, Anna Al­ex­and­ers­dótt­ir og Helga Þór­ar­ins­dótt­ir starfs­menn á fjöl­skyldu­sviði Múlaþings. mbl.is/​Pét­ur Kristjáns­son

Í máli hans kom fram að starfs­menn Veður­stof­unn­ar yf­ir­fara upp­lýs­ing­ar minnst tvisvar á sól­ar­hring auk þess sem margs kon­ar sjálf­virk­ur búnaður læt­ur vita ef von er á slæm­um tiðind­um. Þegar veðurfar og aðrar aðstæður gefa til­efni til er mann­legt eft­ir­lit aukið í sam­ræmi við það. Fundi lauk með fyr­ir­spurn­um frá fund­ar­gest­um þar sem mörg­um óvissu­atriðum var svarað. Að lokn­um fundi ræddu fund­ar­gest­ir sín á milli um fram­kvæmd rým­inga og töldu að þar væri margt sem bet­ur mætti gera.

Guðgeir Einarsson lögreglumaður.
Guðgeir Ein­ars­son lög­reglumaður. mbl.is/​Pét­ur Kristjáns­son

Til að fá aðeins betri inn­sýn í aðkomu Veður­stof­unn­ar að vökt­un svæðis­ins var haft sam­band við Esther Hlíðar Jen­sen, sér­fræðing á sviði land­fræðilegra upp­lýs­inga­kerfa og aur­burðarann­sókna. Hún sagði að kerf­in sem notuð eru til gagna­söfn­un­ar við vökt­un­ina væru að minnsta kosti fimm; radar­bylgju­víxl­mynd­un sem nýt­ist í öll­um veðrum og við hvaða birtu­skil­yrði sem er, al­stöðvamæl­ing­ar sem eru þó háðar op­inni sjón­línu til þess að geta séð yfir fjöru­tíu spegla sem eru staðsett­ir í fjall­inu, GPS tæki sem eru á nokkr­um stöðum, vatns­hæðamæl­ar í bor­hol­um og siðan er til­rauna­verk­efni í gangi með svo­kallaðan „shape array“ kap­al sem hef­ur verið komið fyr­ir í 17 metra djúpri bor­holu.

Mjög fróðleg grein um nú­ver­andi aðstæður og aðferðir við vökt­un er á vef veður­stof­unn­ar.

mbl.is