Lenya skilar kæru til kjörbréfanefndar

Lenya Rún Taha Karim var inni á þingi í 9 …
Lenya Rún Taha Karim var inni á þingi í 9 klukkustundir í jöfnunarsæti áður en atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin á nýjan leik. Ljósmynd/Píratar

Lenya Rún Taha Karim, fram­bjóðandi sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í alþing­is­kosn­ing­um, hef­ur skilað inn kæru til kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is. Hún er þar með orðin fjórði fram­bjóðand­inn til að kæra end­urtaln­ingu at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Lenya grein­ir frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hún seg­ir „ef að það verður ekki upp­kosn­ing eða end­ur­kosn­ing á landsvísu er lág­mark að fyrri, óspillt­ari taln­ing­in gildi.

Fjórði fram­bjóðand­inn til að kæra

Þegar hafa þrír fram­bjóðend­ur kært kosn­ing­arn­ar og ein kæra kom frá ónefnd­um borg­ara. Þeir fram­bjóðend­ur eru þau Guðmund­ur Gunn­ars­son, fram­bjóðandi Viðreisn­ar, Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Magnús Örn Norðdahl, odd­viti Pírata í Norðvest­ur­kjör­dæmi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina