Á stundum veiðiskapur fyrir spennufíkla

Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS (t.v.) og Sævar Freyr …
Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS (t.v.) og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, sem færði áhöfninni rjómatertu í mars í tilefni þess að fyrstu loðnunni var landað í bænum í tvö ár. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

„Loðnu­veiðar með nót eru skemmti­leg­asti veiðiskap­ur­inn,“ seg­ir Berg­ur Ein­ars­son, skip­stjóri á Ven­usi NS, skipi Brims hf. Mikið sé að gera á stutt­um tíma, mik­il um­ferð skipa á miðunum, oft þurfi menn að at­hafna sig í mik­illi ná­lægð og ná afl­an­um upp í góðum gæðum. Þegar komi að tveim­ur síðustu vik­um vertíðar megi ekk­ert út af bregða ætli menn að ná há­marks­verðmæt­um úr loðnu­hrogn­um. „Þegar veður eru erfið und­ir lok­in og mikið í húfi er þetta starf fyr­ir spennufíkla,“ seg­ir Berg­ur.

Nú er kvót­inn sá stærsti í tæp­lega 20 ár og seg­ir Berg­ur að það sé verðugt verk­efni að ná kvót­an­um, en tel­ur að það ætti að ganga upp. „Það hef­ur orðið mik­il breyt­ing á skipa­flot­an­um síðustu 10-20 árin. Þau bera meira en áður og eru með gott frí­borð, en ekki nán­ast hálf í kafi eins og þegar þau voru með full­fermi í gamla daga.“

Berg­ur tók við skip­stjórn á Hof­felli, upp­sjáv­ar­skipi Loðnu­vinnsl­unn­ar 1999, 28 ára gam­all. Hann flutti sig síðan til Brims sum­arið 2019 og tók við Ven­usi, en skipið var smíðað í Tyrklandi og kom til lands­ins 2015.

Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði í lok vertíðar 2016.
Ven­us NS í leiðinda­veðri á Breiðafirði í lok vertíðar 2016. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Loðnan hag­ar sér öðru­vísi

Berg­ur seg­ir að breyt­ing­ar hafi orðið á göng­um loðnunn­ar síðustu ár þó svo að meg­in­hlut­inn fari sína hefðbundnu leið til hrygn­ing­ar við vest­an­vert landið. Áður hafi yf­ir­leitt verið ein meg­inganga norðan og vest­an úr hafi og kannski 1-2 litl­ar eft­ir­göng­ur.

Núna sé loðnan dreifðari en áður, komi á mis­jöfn­um tíma og meira af henni komi upp fyr­ir norðan land. Hann rifjar upp í því sam­bandi þegar Hof­fellið fékk tvo farma af bestu hrognaloðnu vertíðar­inn­ar í Húna­flóa þegar komið var fram und­ir 20. mars 2018.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: