Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru á Strandir þann 5. október til að taka sýni úr grindhvaðavöðu sem gekk á land 2. október í landi Mela í Árneshreppi, að því er fram kemur í færslu á vef stofnunarinnar.
Landhelgisgæslan hyggst draga þessa rúmlega 50 hvali út á hafí næstu viku.
Í færslunni segir að einn sérfræðingur hafi ásamt þremur rannsóknarmönnum sinnt sýnatökunni og að hún hafi gengið ágætlega en að unnið hafi verið í kapp við aðfallið.
Rannsóknamenn með Valerie Chosson, sérfræðing Hafrannsóknastofnunar voru:
Anna Selbmann doktorsnemi við HÍ, Caroline Elisabeth Haas doktorsnemi við HÍ og Saint Andrews-háskóla í Skotlandi og Carola Chicco nemi við HÍ og Torínó-háskóla á Ítalíu.