Lítilsháttar hreyfing mældist í hlíðinni

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lít­ils­hátt­ar hreyf­ing mæld­ist í dag í hlíðinni á Seyðis­firði milli skriðusárs­ins frá des­em­ber 2020 og Búðarár. Hreyf­ing­in er mis­mik­il eft­ir því hvar mæl­ar Veður­stofu eru staðsett­ir. Svæðið sem um ræðir er tals­vert sprungið og því talið lík­legra að það muni falla í smærri brot­um frem­ur en að það fari allt í einu.

Frá þessu grein­ir lög­regl­an á Aust­ur­landi í til­kynn­ingu. Seg­ir hún að enn sé verið að meta aðstæður í firðinum og að niðurstaðna frá Veður­stof­unni megi vænta eft­ir helgi.

Eng­ar aðrar hreyf­ing­ar

„Unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafn­vel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frek­ara mat á aðstæðum ætti að liggja fyr­ir strax eft­ir helgi,“ skrif­ar lög­regl­an.

Eng­ar aðrar hreyf­ing­ar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar.

Herðubreið verður opin á morg­un frá klukk­an 14 til 16 eins og verið hef­ur, og eru all­ir sagðir vel­komn­ir þangað. Ekki sé gert ráð fyr­ir að íbú­ar geti snúið til síns heima fyrr en eft­ir helgi. Öll óviðkom­andi um­ferð um skriðusvæðið sé óheim­il.

mbl.is