Stjórnarmyndun mjakast áfram

Flokksformennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Flokksformennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Viðræður formanna stjórn­ar­flokk­anna, þeirra Bjarna Bene­dikts­son­ar, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, héldu áfram í Ráðherra­bú­staðnum í gær líkt og fyrr í vik­unni, en sem áður halda leiðtog­arn­ir mál­um mjög þétt að sér og þaðan hef­ur lítið frést.

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna, sem Morg­un­blaðið ræddi við, segja að málið sé al­farið í hönd­um formann­anna, enn sem komið er, þótt bú­ist sé við því að þeir kalli fleiri að borðinu í kom­andi viku, þegar og ef rammi end­ur­nýjaðs rík­is­stjórn­ar­sam­starfs liggi fyr­ir. Gert hafði verið ráð fyr­ir því að boðað yrði til þing­flokks­funda fyrr í vik­unni, en af því kann að verða í dag eða jafn­vel um helg­ina.

„Erfiðu mál­in“ tefja fyr­ir

Þing­menn­irn­ir lögðu all­ir áherslu á að flokk­arn­ir hefðu næg­an tíma og vildu gefa sér þann tíma sem þyrfti til þess að leysa úr ágrein­ings­efn­um. Nefnt var að flokks­for­menn­irn­ir vildu ein­mitt leysa „erfiðu mál­in“ frá fyrra kjör­tíma­bili áður en tekið væri til að semja nýj­an stjórn­arsátt­mála, sem viðbúið er að taki tals­verðan tíma og fleiri komi að. Þar vilja menn búa tryggi­lega um alla hnúta, svo sem fæst úr­lausn­ar­efni geti valdið usla síðar.

Þessi erfiðu mál hafa hins veg­ar reynst taf­sam­ari en von­ir stóðu til. Þar mun há­lend­isþjóðgarður og ork­u­nýt­ing vera helstu ásteyt­ing­ar­stein­ar, en segja má að þar ræði um sitt hvora hlið á sama pen­ingi.

Ýmis fleiri mál voru nefnd til sög­unn­ar, en al­mennt virðast þing­menn­irn­ir bjart­sýn­ir á að for­menn­irn­ir leysi þau. Hins veg­ar séu viðræður formann­anna orðnar nokkru lengri en til stóð og lík­legt að þeir taki sér hlé um helg­ina og heyri í sínu fólki. Eða sú virt­ist a.m.k. von þing­manna, sem sum­ir eru greini­lega for­vitn­ir um hvernig gangi.

Ítar­legri um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: