Tveir kjósendur lagt inn kæru

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa nú átta kært niður­stöður ný­af­staðinna þing­kosn­inga til Alþing­is og eru þar með all­ir þeir jöfn­un­arþing­menn, sem töldu sig inni á þingi fyr­ir end­urtaln­ingu, bún­ir að leggja fram kæru. 

Þar að auki hef­ur odd­viti Pírata í um­ræddu kjör­dæmi, Magnús Davíð Norðdahl, lagt fram kæru ásamt tveim­ur kjós­end­um sem ekki áttu sæti á lista.

Kem­ur í hlut kjör­bréfa­nefnd­ar

Þetta seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is og þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, við mbl.is. 

Hann seg­ir að und­ir­bún­ings­nefnd­in vinni nú að því að koma sér upp fyr­ir fram ákveðnu verklagi, svo taka megi kær­urn­ar til meðferðar. Þegar búið verður að safna viðeig­andi upp­lýs­ing­um um kær­urn­ar, efni þeirra og ástæður, kem­ur það í hlut eig­in­legr­ar kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is að skera úr um lög­mæti þing­kosn­ing­anna.

Frest­ur­inn gæti verið stytt­ur

Frest­ur til þess að senda inn kosn­ingakæru renn­ur út fjór­um vik­um eft­ir að lands­kjör­stjórn gef­ur út kjör­bréf til ný- og end­ur­kjör­inna þing­manna. Það gerði hún 1. októ­ber síðastliðinn, sem þýðir að kæru­frest­ur renn­ur út 29. októ­ber. 

Þó get­ur komið til þess, eins og Birg­ir út­skýr­ir, að frest­ur­inn verði stytt­ur ef þing kem­ur sam­an fyr­ir 29. októ­ber. Komi til þess, mun frest­ur­inn renna út um leið og þing kem­ur sam­an. 

mbl.is