Undirbúa að landa lifandi fiski úr Oddeyrinni EA

Afla dælt í gegnum sterklega slöngu beint í frystihúsið. Mögulegt …
Afla dælt í gegnum sterklega slöngu beint í frystihúsið. Mögulegt verður að koma með fiskinn lifandi í land. Morgunblaðið/Margrét Þóra

Oddeyr­in fór í sína fyrstu veiðiferð und­ir merkj­um Sam­herja í vik­unni. Með ný­stár­leg­um aðferðum á tog­veiðum er afl­an­um dælt úr pok­an­um í tanka um borð með dælu eða fisksugu. Ýmist verður hægt að koma með fisk­inn lif­andi í land, blóðgaðan í kælitanka eða ísaðan í kör­um eins og tíðkast á tog­ur­un­um.

Hjört­ur Vals­son, skip­stjóri á Oddeyr­inni, seg­ir að með búnaði skips­ins opn­ist nýir og spenn­andi mögu­leik­ar til framtíðar, en við tog­veiðar hafi menn ekki hingað til komið með lif­andi fisk í land.

Magn­veiðar voru ekki verk­efni í fyrsta túrn­um held­ur var fyrst og fremst verið að læra á búnaðinn og prófa margs kon­ar nýja hluti. Hjört­ur seg­ir að troll­inu hafi aðeins verið dýft tví­veg­is í sjó og var afrakst­ur­inn 2-3 tonn af þorski sem fékkst út af Skjálf­anda.

Læra og þróa vinnu­brögðin

Í stað þess að taka pok­ann um borð var hann tek­inn á síðuna og fisk­in­um dælt um borð þar sem hann var blóðgaður í kælitanka. Við lönd­un í gær­morg­un var fisk­in­um dælt beint úr skip­inu í frysti­hús þar sem hann fékk loka­vigt­un áður en hann fór í aðgerð.

Eft­ir lag­fær­ing­ar á „nokkr­um agn­ú­um“ sem komu í ljós er ráðgert að halda á ný til veiða í kvöld. Hjört­ur seg­ir að menn haldi áfram að læra og þróa vinnu­brögðin, en heilt yfir hafi gengið vel í fyrsta túrn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: