Ekki á leið í Sjálfstæðisflokkinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Óttar

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins seg­ir ákvörðun Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, um að yf­ir­gefa flokk­inn og ganga til liðs við Sjálf­stæðis­flokk­inn, valda sér von­brigðum. Ekki komi til greina að fleiri fylgi hon­um þangað. 

„Þetta eru von­brigði sér­stak­lega í ljósi tíma­setn­ing­ar­inn­ar en þetta er hans ákvörðun,“ sagði Bergþór í sam­tali við mbl.is fyr­ir utan stjórn­ar­fund flokks­ins í dag.

Kæmi á óvart ef Erna færi líka

Bergþór vildi ekki tjá sig um hvort ákvörðun Birg­is hefði komið sér á óvart en sagði að það myndi koma sér á óvart ef Erna Bjarna­dótt­ir, sem skipaði annað sæti á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi, gengi til liðs við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Bætti hann við að sér­stakt væri að það hafi tekið Birgi þrjú ár að átta sig á því að hann vildi ekki vera í flokkn­um vegna Klaust­urs­máls­ins.

Bergþór seg­ir hug sinn vera hjá flokks­mönn­um.

Stuðnings­mönn­um flokks­ins að þakka

„Það er auðvitað stór hóp­ur stuðnings­manna Miðflokks­ins sem hafa lagt mikla vinnu á sig í Suður­kjör­dæmi í aðdrag­anda þessa kosn­inga. Hug­ur manns er fyrst og fremst hjá þeim.“

Birg­ir náði inn með átta at­kvæðum og seg­ir Bergþór kjör Birg­is stuðnings­mönn­um flokks­ins að þakka.

„Birg­ir Þór­ar­ins­son nær sínu sæti á átta at­kvæðum. Flest­ir þeirra stuðnings­manna, sem að lögðu mest á sig, hafa skilað inn átta at­kvæðum eða meira. Þannig að hver og einn get­ur hugsað að það voru þeirra at­kvæði sem skiluðu hon­um þing­sæt­inu.“

Ekki á leið í Sjálf­stæðis­flokk­inn

Spurður hvort mögu­leiki væri á sam­ein­ingu Miðflokks og Sjálf­stæðis­flokks tel­ur Bergþór það ekki vera í mynd­inni. 

„Framtíð þing­flokks­ins er mjög góð. Þetta eru öfl­ug­ir tveir þing­menn sem setja sam­an þenn­an þing­flokk og við munu áfram tala fyr­ir þeim sjón­ar­miðum og stefnu­mál­um sem að bak­land okk­ar hef­ur fylkt sér á bakvið. Samstaðan spratt fram hrein og öfl­ug í dag sem viðbrögð við þess­um frétt­um. Ég er bjart­sýnn hvað varðar bak­land flokks­ins.“

mbl.is