Hryggurinn talsvert sprunginn

Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í fyrra skildu eftir sig …
Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í fyrra skildu eftir sig mikla eyðileggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn mæl­ist hreyf­ing á hrygg í hlíðinni á Seyðis­firði milli skriðusárs­ins frá des­em­ber 2020 í fyrra og Búðarár. Hrygg­ur­inn er tals­vert sprung­inn og því ekki ólík­legt að hann fari niður í smærri brot­um frem­ur en all­ur í einu.

Frétt af mbl.isÞetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. 

„Unnið er að út­reikn­ing­um á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafn­vel þó það fari allt í einu. Niðurstaðan ætti að liggja fyr­ir strax eft­ir helgi. Ákvörðun um aflétt­ingu rým­ing­ar verður þá tek­in,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þar kem­ur fram að eng­ar aðrar hreyf­ing­ar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar.  

„Vatns­hæð er hætt að hækka í flest­um bor­hol­um eft­ir rign­ing­una á fimmtu­dag og tek­in að lækka í sum­um þeirra. Gert er ráð fyr­ir lít­ils­hátt­ar úr­komu í dag með upp­styttu í nótt. Ekki er gert ráð fyr­ir úr­komu að nýju á Seyðis­firði fyrr en á miðviku­dag.“



mbl.is