„Spennandi að fá myndarlega vertíð – loksins“

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi :orsteinssyni EA.
Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi :orsteinssyni EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Lík­legt er að loðnu­veiðar þenn­an vet­ur­inn hefj­ist í lok nóv­em­ber, en nokk­ur ár eru síðan vertíð hófst svo snemma vetr­ar. Ekki var laust við að spenna væri í tveim­ur skip­stjór­um sem rætt var við í vik­unni um vertíðina, sem fram und­an er og talað hef­ur verið um sem risa­vertíð. Þeir Guðmund­ur Þ. Jóns­son á Vil­helm Þor­steins­syni EA og Berg­ur Ein­ars­son á Ven­usi NS sögðu að von­andi yrði gam­an að fást við loðnuna í vet­ur og sögðu flot­ann vel í stakk bú­inn til að tak­ast á við verk­efnið.

Sam­kvæmt ráðgjöf verður ís­lensk­um skip­um heim­ilt að veiða rúm 660 þúsund tonn, sem er tæp­lega tí­falt það sem þau máttu veiða síðasta vet­ur. Lík­legt er að sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið gefi út afla­mark fyr­ir miðjan þenn­an mánuð. Burðargeta upp­sjáv­ar­skip­anna er nokkuð mis­jöfn, en sé miðað við að skip­in komi að meðaltali með yfir tvö þúsund tonn að landi úr hverj­um túr yrðu loðnutúr­arn­ir á fjórða hundrað, en skip­in eru um 20.

Þrír loðnubátar austast við Lónsvík, sem er á milli Austurhorns …
Þrír loðnu­bát­ar aust­ast við Lóns­vík, sem er á milli Aust­ur­horns og Vest­ur­horns, á vertíðinni 1999. Ármann Ragn­ars­son.

Pass­lega búið að end­ur­nýja

„Mér líst vel á vet­ur­inn og það er spenn­andi að fá mynd­ar­lega vertíð, loks­ins, svo er líka pass­lega búið að end­ur­nýja skipið,“ seg­ir Guðmund­ur Þ. Jóns­son, en nýr Vil­helm Þor­steins­son EA kom til Sam­herja í byrj­un apríl. Reikna má með að loðnu­kvóti fyr­ir­tæk­is­ins verði um 57 þúsund tonn og Guðmund­ur viður­kenn­ir að það „geti orðið hand­legg­ur“ að ná öll­um þess­um afla.

„Við reyn­um að gera eitt­hvað gott úr þessu og von­andi geng­ur þetta upp með vinnu og skipu­lagi. Ann­ars er alltaf ein­hver óvissa; hvernig verður veðrið í vet­ur, hvernig verða göng­urn­ar, hvenær kem­ur loðnan upp að land­inu og hvernig hag­ar hún sér,“ seg­ir Guðmund­ur.

Vilhelm Þorsteinsson EA.
Vil­helm Þor­steins­son EA. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Fyrstu loðnu­vertíðir ald­ar­inn­ar voru meðal þeirra stærri og heild­arafli ís­lenskra og er­lendra skipa í námunda við millj­ón tonn. Guðmund­ur man vel eft­ir loðnu­vertíðinni 2001, en þá var hann í fyrsta skipti skip­stjóri á upp­sjáv­ar­skipi. Hafði áður verið á ýms­um skip­um, síðast á frysti­skip­inu Bald­vin Þor­steins­syni EA, en tók við Vil­helm Þor­steins­syni á móti Arn­grími Brynj­ólfs­syni 2001.

Í viðtali við Skapta Hall­gríms­son í Morg­un­blaðinu fyr­ir tíu árum rifjaði Guðmund­ur upp að hon­um hafi brugðið í brún þegar hann var beðinn um að taka við upp­sjáv­ar­skip­inu þar sem hann þekkti ekki tæki og tól um borð. „Hlut­irn­ir ganga allt öðru­vísi fyr­ir sig. Ég hafði aldrei veitt loðnu og aldrei síld. Ég hafði aldrei kastað nót. Ég hafði verið skip­stjóri á frysti­tog­ara og bara notað troll,“ sagði Guðmund­ur í sam­tal­inu.

Mest 42 þús. tonn á ein­um vetri

Ekki verður þó annað sagt en vel hafi gengið og áhöfn­in á Vil­helm Þor­steins­syni hef­ur komið með mik­il verðmæti að landi. Skip­stjóri á móti Guðmundi frá 2006 hef­ur verið Birk­ir Hreins­son, mág­ur Guðmund­ar. Eldri Vil­helm kom nýr til lands­ins árið 2000 og gerði Sam­herji skipið út þar til í nóv­em­ber 2018.

„Ég held við höf­um tekið 24 þúsund tonn þenn­an vet­ur fyr­ir 20 árum, en mest veidd­um við 42 þúsund tonn af loðnu á ein­um vetri. Á þess­um árum voru skip­in mun fleiri held­ur en núna, kannski 40-50 á móti rúm­lega 20. Burðarget­an var yf­ir­leitt minni, meira fór í mjöl og lýsi, bræðslurn­ar voru fleiri en nú er og sömu­leiðis út­gerðirn­ar.

Guðmund­ur seg­ir loðnu­veiðar ein­stak­ar, mikið þurfi að veiða og vinna á stutt­um tíma, veðrið skipti miklu máli og allt þurfi að ganga upp. Góður mann­skap­ur, gott skip og góður kvóti séu lyk­il­atriði.

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum veturinn …
Heima­ey VE 1 og Sig­urður VE 15 að veiðum vet­ur­inn 2021. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: