Vita ekki hvort Erna fylgi Birgi

Birgir Þórarinsson og Erna Bjarnadóttir.
Birgir Þórarinsson og Erna Bjarnadóttir. Samsett mynd

Skrif­stofa Alþing­is veit ekki hvort Erna Bjarna­dótt­ir, fyrsti varaþingmaður Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi, muni fylgja Birgi Þór­ar­ins­syni yfir í Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Morg­un­blaðið greindi frá því í dag að Birg­ir hefði sagt skilið við flokk­inn.

„Skrif­stofa Alþing­is hef­ur ekki þær upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir í svari Rögnu Árna­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra þings­ins, við fyr­ir­spurn mbl.is um hvort Erna fylgi Birgi á milli flokk­anna.

Aðspurð bend­ir hún á að varaþing­menn fær­ist ekki sjálf­krafa á milli flokka ef aðalmaður skipt­ir um flokk.

„Öflug­ur varamaður“

Birg­ir sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann hefði ráðfært sig við trúnaðar­menn Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi áður en hann lét af því verða að ganga til liðs við sjálf­stæðis­menn.

Þar á meðal við Ernu, sem er ann­ar maður á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi og vara­maður hans á þingi.

„Það er öfl­ug­ur varamaður, sem ég er með og hún [Erla Bjarna­dótt­ir] styður mig í þess­ari ákvörðun,“ sagði Birg­ir.

Ekki hef­ur náðst í Ernu í dag þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir.

Kald­ar kveðjur

Birg­ir hef­ur fengið kald­ar kveðjur frá sín­um gömlu fé­lög­um í Miðflokkn­um eft­ir ákvörðun hans um að yf­ir­gefa flokk­inn og færa sig yfir í þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem Morg­un­blaðið greindi frá í morg­un.

Fyrr­um sam­flokks­menn segja ákvörðun­ina svik við kjós­end­ur en þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins taka Birgi opn­um örm­um.

Ekki er hægt að segja að til­færsla manna milli flokka sé al­geng svona stuttu eft­ir kosn­ing­ar, seg­ir Ragna innt eft­ir því.

Miðflokkurinn heldur stöðu sinni sem þingflokkur þrátt fyrir ákvörðun Birgis …
Miðflokk­ur­inn held­ur stöðu sinni sem þing­flokk­ur þrátt fyr­ir ákvörðun Birg­is um að yf­ir­gefa flokk­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Miðflokk­ur­inn áfram með þing­flokk

Við til­færslu Birg­is tap­ar þing­flokk­ur Miðflokks­ins ein­fald­lega ein­um þing­manni á meðan þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins bæt­ir við sig ein­um þing­manni.

Þetta breyt­ir ekki stöðu Miðflokks­ins sem þing­flokks, að sögn Rögnu.

Vís­ar hún í 85. laga­grein um þingsköp Alþing­is en þar seg­ir:

„Skipi þing­menn sér í þing­flokka skulu þeir velja sér formann er komi fram fyr­ir þeirra hönd
gagn­vart for­seta og öðrum þing­flokk­um og þing­mönn­um.
[Í þing­flokki skulu vera a.m.k. þrír þing­menn. Tveir þing­menn geta þó myndað þing­flokk
enda sé til þing­flokks­ins stofnað þegar að lokn­um kosn­ing­um og þing­menn­irn­ir kosn­ir á list­um sama stjórn­mála­flokks eða sömu stjórn­mála­sam­taka.
Eng­inn þingmaður má eiga aðild að fleiri en ein­um þing­flokki.]“

Aðspurð seg­ir Ragna fjár­fram­lög til þing­flokk­anna tveggja koma til með að breyt­ast við til­færslu Birg­is á milli þing­flokka og að það sé í sam­ræmi við regl­ur um greiðslu fram­laga til þing­flokka.

„Áhrif­in eru ein­hver en tæp­ast stór­vægi­leg.“

mbl.is