62,6 milljónir tonn af ljósátu í Suðurskautshafi

Vísindamenn telja gríðarlegt magn af ljósátu í Suðurskautshafinu. Kortlegning stofnsins …
Vísindamenn telja gríðarlegt magn af ljósátu í Suðurskautshafinu. Kortlegning stofnsins fór síðast fram 2019. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet/Oda Linnea Brekke Iden

Stór hluti líf­rík­is­ins í heims­höf­un­um er lítt þekkt­ur, tölu­vert minni hluti er þekkt­ur og mikið nýtt­ur eða jafn­vel of­nýtt­ur. Síðan er stór hluti sem er þekkt­ur en er lítið eða ekk­ert nýtt­ur.

Ljósáta til­heyr­ir þess­um síðasta hluta dýra í haf­inu en vís­inda­menn áætla að um 62,6 milj­ón­ir tonn séu af þessu smá­dýri á samþykkt­um veiðisvæðum í Suður­skauts­haf­inu. Þetta er mat vís­inda­manna sem fóru í leiðang­ur til Suður­skauts­hafs­ins í janú­ar 2019 á norska rann­sókna­skip­inu Krón­prins Há­kon (no. Kronprins Haakon) og hafa í kjöl­farið birt grein í vís­inda­tíma­rit­inu Journal of Crustace­an Bi­ology.

Ljósáta, sem er prótein­rík og full af omega-3, er nýtt í ein­hverju magni til mann­eld­is í Jap­an en hef­ur ann­ars verið nýtt í fram­leiðslu dýra­fóðurs, snyrti­efna, lyfja og fæðubót­ar­efna. Til­rauna­veiðar á ljósátu hafa verið fram­kvæmd­ar hér á landi en veiðar hafa ekki verið stundaðar í mikl­um mæli.

4.600 sjó­míl­ur

Fram kem­ur í færslu á vef norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, Hav­forskn­ings­instituttet (HI), að Krón­prins Há­kon hafi lagt frá bryggju í Punta Ar­en­as í Chile 10. janú­ar og var mark­mið leiðang­urs­ins að meta magn ljósátu á því svæði þar sem veiðar í hagnaðarskyni eru heim­ilaðar.

HI var ábyrgðaraðili þessa alþjóðlega leiðang­urs og var farið á sex skip­um og var Krón­prins Há­kon alls 46 daga á sjó, sigldi 4.600 sjó­míl­ur og tók sýni á 70 stöðum.

Mörgæsir við King George eyju. Ljósátan er mikilvægur liður í …
Mörgæs­ir við King Geor­ge eyju. Ljósát­an er mik­il­væg­ur liður í fæðukeðju líf­rík­is­ins í Suður­kauts­haf­inu. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet/​Oda Linn­ea Brekke Iden

Ljósát­an er smá­vaxið krabba­dýr og verður allt að sex sentí­metra að lengd og veg­ur allt að tveim­ur grömm­um. Dýrið þykir mik­il­væg­ur hlekk­ur í fæðukeðjunni og er fæða hvala, sela og sjó­fugla. Þá seg­ir á vef HI að ríku­legt magn ljósátu í haf­inu sé for­senda þess að stofn­ar stærri fiska, sjáv­ar­spen­dýra og fugla hald­ist sterk­ir. „Breyt­ing­ar í magni ljósátu eða hvernig hún dreif­ist á stóru hafsvæðunum mun hafa í för með sér mikl­ar breyt­ing­ar fyr­ir all­ar teg­und­ir sem éta þetta litla dýr.“

Nor­eg­ur, Kína, Suður-Kórea og Chile eru rík­in sem stunda mestu ljósátu­veiðarn­ar í Suður­skauts­haf­inu og er ráðlagt að ekki verði veitt meira en 620 þúsund tonn ár­lega, en veidd­ur er aðeins helm­ing­ur­inn af þessu.

Dýrið er heldur smátt.
Dýrið er held­ur smátt. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet/​Oda Linn­ea Brekke Iden

Þarf fleiri leiðangra

„Í dag höf­um við bara tvær stór­ar mæl­ing­ar til að bera sam­an. Ef við eig­um að geta skilið breyt­ing­ar í stofn­in­um verðum við að kort­leggja hann oft­ar,“ seg­ir Bjørn Krafft, verk­efn­is­stjóri HI og vís­indamaður­inn sem leiddi leiðang­ur­inn. Vís­ar hann til þess að aðeins árið 200 og síðan 2019  voru fram­kvæmd­ar um­fangs­mikl­ar stofn­mæl­ing­ar, en ár­lega eru aðeins gerðar smærri svæðis­bundn­ar mæl­ing­ar á ljósátu­stofn­in­um.

Bjørn Krafft.
Bjørn Krafft. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet/​Oda Linn­ea Brekke Iden

Þá seg­ir Krafft sér­stak­lega mik­il­vægt að meta hvernig lofts­lags­breyt­ing­ar eins og hlýrri sjór hef­ur áhrif á stofn­inn. Því sé ljóst að mati hans að þörf er á fleiri stór­um rann­sókna­leiðangr­um.

Ljósáta er ekki eina smá­dýrið sem leitað hef­ur verið leiða til að nýta í aukn­um mæli en Norðmenn hafa um tíma nýtt rauðátu sem er enn minna dýr.

mbl.is