Ekki næst í Ernu

Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins og Erna Bjarnadóttir varaþingmaður …
Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins og Erna Bjarnadóttir varaþingmaður þingflokks Miðflokksins. Samsett mynd

Eins og greint var frá um helg­ina þá gekk Birg­ir Þór­ar­ins­son, fyrr­ver­andi þingmaður Miðflokks­ins, til liðs við þing­flokk sjálf­stæðismanna nú á laug­ar­dag. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir hef­ur ekki náðst í Ernu Bjarna­dótt­ur, sem skipaði annað sæti á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi og er varamaður Birg­is á þingi.  

Í sam­tali við Morg­un­blaðið um helg­ina tók Birg­ir það fram að hann hefði ráðfært sig við trúnaðar­menn flokks­ins í Suður­kjör­dæmi áður en hann lét af því verða að ganga til liðs við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Þar á meðal Ernu Bjarna­dótt­ur vara­mann sinn á þingi og fram kom að hún myndi einnig færa sig um set, tæki hún sæti á þingi.

Í dag greindi Rúv frá því að formaður kjör­dæm­aráðs Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi, Óskar Her­bert Þór­munds­son, hefði sagt af sér á fundi ráðsins nú á laug­ar­dag. Hann hefði gert það vegna þess hvernig vista­skipti Birg­is báru að og að hann teldi sig bera ábyrgð á upp­still­ingu list­ans í kjör­dæm­inu. 

mbl.is