Rýmingu aflétt að hluta

Allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna …
Allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rým­ingu hef­ur verið aflétt á þeim hús­um sem standa fjær varn­ar­görðum á Seyðis­firði, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Lög­regl­unni á Aust­ur­landi. 

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að út­reikn­ing­ar á virkni leiðigarða og safnþróar und­ir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunn­ar frá des­em­ber 2020 og Búðarár liggi nú fyr­ir. Sam­kvæmt þeim eru all­ar lík­ur á að varn­argarðar og safnþró leiði skriðuna til sjáv­ar. 

Fimm hús sæta enn rým­ingu

Rým­ingu hef­ur þó ekki verið aflétt á þeim fimm hús­um sem standa næst varn­argarðinum þar sem enn mæl­ist hreyf­ing á hryggn­um. Hús­in eru Foss­gata 5 og 7 og Hafn­ar­gata 10, 16b og 18c. 

Fram kem­ur að eng­ar hreyf­ing­ar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar utan þeirra er mælst hafa í hryggn­um. 

Þá seg­ir að öll óviðkom­andi um­ferð um skriðusvæðið sé óheim­il. Um­ferð um göngu­stíga meðfram Búðará og og ann­arsstaðar þar sem varn­argarðar beina skriðustraum­um verði áfram með aðgæslu.

Herðubreið verður opin á morg­un milli 14 og 16. Íbúar í hús­un­um sem enn sæta rým­ingu geta þannig komið og hugað að hús­um sín­um und­ir eft­ir­liti og í skamma stund. 

Hættu­stig Al­manna­varna er enn í gildi.

mbl.is