Skiptar skoðanir um endurtalninguna

Ósætti er á meðal fram­bjóðenda í þing­kosn­ing­un­um um lög­mæti Alþing­is eft­ir end­urtaln­ing­una frægu í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Það er hvort hún eigi að standa eða hvort grípa eigi til svo­kallaðrar upp­kosn­ing­ar. Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa kem­ur sam­an í dag kl. 10.30.

Jó­hann Páll Jó­hanns­son er einn þeirra þing­manna sem urðu fyr­ir því að vera fyrst úti en síðan inni eft­ir end­urtaln­ingu. Hann kveðst óviss um hvernig hann muni kjósa er Alþingi úr­sk­urðar um lög­mæti kosn­ing­anna. Hann tel­ur þó lík­legt að hann sitji hjá.

Jó­hann komst inn á Alþingi í stað Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, eft­ir end­urtaln­ing­una, og seg­ir „mjög eðli­legt“ að Rósa Björk hafi kært úr­slit­in til kjör­bréfa­nefnd­ar.

Póli­tísk­ur ómögu­leiki

Jó­hann Páll seg­ir tvo val­mögu­leika í stöðunni. Ann­ars veg­ar að það verði upp­kosn­ing í Norðvest­ur­kjör­dæmi eða loka­taln­ing gildi.

Jóhann Páll Jóhannsson, nýr þingmaður Samfylkingar.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son, nýr þingmaður Sam­fylk­ing­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Mér sýn­ist, ef maður skoðar bæði lög­in um kosn­ing­ar til Alþing­is og horf­ir raun­sætt á póli­tísku stöðuna, að val­mögu­leik­arn­ir séu helst tveir. Annaðhvort verði farið í upp­kosn­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi – það er það sem lög­in gera ráð fyr­ir ef mis­brest­irn­ir eru svo mikl­ir að Alþingi telji að það eigi að ógilda kosn­ing­una – eða þá að loka­taln­ing­in, sem yf­ir­stjórn­in í Norðvest­ur skilaði af sér, gildi. Verk­efni kjör­bréfa­nefnd­ar sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um er að rann­saka þau kjör­bréf sem gef­in hafa verið út og svo tek­ur Alþingi í heild af­stöðu til þess hvort þing­menn séu lög­lega kosn­ir, sam­an­ber 46. grein stjórn­ar­skrár.“

Jó­hann Páll sér ekki í stöðunni að fyrri taln­ing í Norðvest­ur­kjör­dæmi verði lát­in gilda.

„Ég hef ekki séð skyn­sam­leg lagarök fyr­ir því að það verði tekið fram fyr­ir hend­ur yfir­kjör­stjórn­ar og töl­ur sem voru til­kynnt­ar fyrr í taln­ing­ar­ferl­inu í Norðvest­ur­kjör­dæmi látn­ar gilda, ég sé ekki að það geti orðið niðurstaðan.“

Þá bæt­ir hann við að hann sjái ekki fyr­ir sér að kosn­ing­arn­ar verði dæmd­ar ógild­ar á landsvísu.

„Ég hef enga trú á að það verði kosið aft­ur á land­inu öllu. Ég held ein­fald­lega að þarna sé ákveðinn póli­tísk­ur ómögu­leiki, að flokk­arn­ir sem fengu mesta þingstyrk­inn muni aldrei leyfa því að ger­ast,“ seg­ir Jó­hann Páll.

Muni senni­lega sitja hjá

„Nú veit maður ekki hvað kjör­bréfa­nefnd­in mun leggja til eft­ir að hafa lagst yfir kjör­bréf­in og tekið fyr­ir kær­urn­ar. Mér finnst ekki ósenni­legt, sama hver til­laga kjör­bréfa­nefnd­ar verður, að maður sitji hjá. Þarna eru per­sónu­leg­ir hags­mun­ir manns und­ir og erfitt að nálg­ast þetta óhlut­drægt. En svo get­ur auðvitað hugs­ast – þegar öll gögn og sér­fræðiálit eru kom­in fram og heild­ar­sam­hengi hlut­anna hef­ur skýrst bet­ur – að maður endi á því að geta ekki, með góðri sam­visku, annað en kosið gegn því að kosn­ing­in í Norðvest­ur­kjör­dæmi hafi verið gild.“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.s/​Krist­inn Magnús­son

Sig­mar Guðmunds­son, ný­kjör­inn þingmaður Viðreisn­ar, er ekki á sama máli og Jó­hann. Hann seg­ir upp­kosn­ingu í einu kjör­dæmi ekki lýðræðis­lega og bæt­ir við að all­ar upp­lýs­ing­ar þurfi að vera uppi á borðinu áður en þing­menn taka af­stöðu til máls­ins.

„Mér finnst ekki lýðræðis­legt að kjós­end­ur í einu kjör­dæmi geti kosið og búið yfir betri og gleggri upp­lýs­ing­um um kosn­inga­úr­slit­in en rest­in af lands­mönn­um. Þá fynd­ist mér frek­ar að það ætti að kjósa á öllu land­inu,“ seg­ir Sig­mar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hinum meg­in við borðið

Guðbrand­ur Ein­ars­son, ný­kjör­inn þingmaður Viðreisn­ar, er einnig í þeirri stöðu að vera inni eft­ir end­urtaln­ing­una. Hann styður ekki kæru Guðmund­ar Gunn­ars­son­ar flokks­bróður síns til kjör­bréfa­nefnd­ar, en Guðbrand­ur kom inn í stað Guðmund­ar eft­ir end­urtaln­ingu at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Guðbrandur Einarsson, nýr þingmaður Viðreisnar.
Guðbrand­ur Ein­ars­son, nýr þingmaður Viðreisn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er bara hans ákvörðun og maður virðir hana bara. Ég er auðvitað hinum meg­in við borðið. Ég lít þannig á að það hafi verið gerð mis­tök sem voru leiðrétt. Þetta er ekki flókið í mín­um huga. Ég lít svo á að síðari taln­ing­in sé sú rétta eft­ir leiðrétt­ing­una,“ seg­ir Guðbrand­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sig­mar seg­ir málið óþægi­legt. Bend­ir hann á að bæði Guðbrand­ur og Guðmund­ur séu fé­lag­ar hans. „Þetta er svo óþægi­legt fyr­ir alla hlutaðeig­andi flokka. Þetta er ein­stak­lega viðkvæmt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina