Börkur fimmti verður Barði sjötti

Fyrsti Barði var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1964.
Fyrsti Barði var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1964. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Upp­sjáv­ar­skipið Börk­ur II NK-22, áður Börk­ur, sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út mun fá nafnið Barði og staf­ina NK-120. Mun þetta vera sjötta skip út­gerðar­inn­ar sem hlýt­ur nafnið Barði en skipið var fimmta til að bera nafnið Börk­ur. Bæði nöfn­in eiga sér langa sögu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins.

Í færslu á vef út­gerðar­inn­ar er rak­in saga nafns­ins Barði en fyrsta skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem bar nafnið var smíðað í Aust­ur-Þýskalandi árið 1964 og búið til síld­ar­veiða. Skipið var gert út til 1970.

Börkur II hefur fengið nýtt nafn og einkennisstafi.
Börk­ur II hef­ur fengið nýtt nafn og ein­kenn­is­stafi. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Það var síðan fyrsti skut­tog­ari Íslend­inga sem næst hlaut nafnið árið 1970 þegar Síld­ar­vinnsl­an festi kaup á skip­inu og var það gert út til 1979. „Til­koma skips­ins markaði tíma­mót í út­gerðar­sögu Síld­ar­vinnsl­unn­ar því áður höfðu öll skip fyr­ir­tæk­is­ins verið smíðuð með upp­sjáv­ar­veiðar í huga,“ seg­ir í færsl­unni.

Þriðja skipið til að bera nafnið Barði var ann­ar skut­tog­ari og var hann í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar árin 1980 til 1989. Skipið, sem flokkaðist sem ís­fisk­tog­ari, var keypt frá Frakklandi og leysti fyrsta skut­tog­ar­ann í eigu fyr­ir­tæk­is­ins af hólmi. „Með kaup­um á þessu skipi voru skut­tog­ar­ar í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar orðnir þrír; Bjart­ur, Birt­ing­ur og Barði.“

Annar Barði var fyrsti skuttogari Íslendinga
Ann­ar Barði var fyrsti skut­tog­ari Íslend­inga Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Þriðji Barði var ísfisktogari.
Þriðji Barði var ís­fisk­tog­ari. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Júlí­us Geir­munds­son, Snæ­fugl og Norma Mary

Árið 1989 festi Síld­ar­vinnsl­an kaup á frysti­tog­ar­an­um Júlí­usi Geir­munds­syni sem gerður var út frá Ísaf­irði. Varð það fjórði Barðinn, en út­gerðin seldi skipið 2002.

„Fimmta skipið, sem bar nafnið Barði, var skut­tog­ari sem var í eigu fyr­ir­tæk­is­ins á ár­un­um 2002-2017. Upp­haf­lega var um frysti­tog­ara að ræða en frá ár­inu 2016 veiddi skipið í ís. Tog­ar­inn var smíðaður árið 1989 fyr­ir Skipaklett hf. á Reyðarf­irði og bar fyrst nafnið Snæ­fugl. Skipaklett­ur sam­einaðist Síld­ar­vinnsl­unni árið 2001 og eft­ir það var tog­ar­inn leigður skosku fyr­ir­tæki um tíma og bar þá nafnið Norma Mary,“ seg­ir í færsl­unni.

Fjórði Barði var frystitogari.
Fjórði Barði var frysti­tog­ari. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Fimmti Barði var frystitogari smíðaður 1989.
Fimmti Barði var frysti­tog­ari smíðaður 1989. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Skipið sem nú mun heita Barði var keypt 2014 og fékk það þá nafnið Börk­ur, en þegar smíði nýs Bark­ar lauk fékk það nafnið Börk­ur II. Skipið var smíðað í Tyrklandi árið 2012. Það er 3.588 tonn að stærð, 80,3 metr­ar að lengd og 17 metr­ar að breidd. Aðal­vél þess er 5.800 hest­öfl af gerðinni MAK en auk þess er skipið búið tveim­ur ljósa­vél­um, 1.760 kw og 515 kw. Skipið er vel búið til tog- og nóta­veiða og er burðargeta þess 2.500 tonn.

Börkur II er nú sjötti Barði.
Börk­ur II er nú sjötti Barði. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
mbl.is