Flokkaskipti Birgis hafi ekki áhrif á viðræður

Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ljósmynd/Samsett

Þau Sig­urður Ingi, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, telja hvor­ugt að skipti Birg­is Þór­ar­ins­son­ar úr Miðflokkn­um yfir í Sjálf­stæðis­flokk­inn hafi áhrif á stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður flokk­anna þriggja.

Eft­ir skipti Birg­is hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 17 þing­menn á Alþingi, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur 13 þing­menn og VG hef­ur 8. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn hef­ur því 38 þing­menn. 

Sig­urður Ingi sagði við mbl.is að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um í dag að flokka­skipti Birg­is breyttu ekki neinu í hans huga hvað varðar viðræðurn­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir virðist vera sam­mála hon­um og seg­ist ekki halda að skipt­in breyti neinu.

„Sér­kenni­leg tíma­setn­ing“

„Þetta er auðvitað mjög sér­kenni­legt þegar þingmaður sem er í fram­boði og nær kjöri fyr­ir ein­hvern flokk skipt­ir um flokk áður en þing er kallað sam­an,“ seg­ir Katrín.

„Hann hef­ur lýst sinni hlið á því og hans fé­lag­ar eru ekki sam­mála og það er ekki nokk­ur leið fyr­ir mig að leggja eitt­hvert mat á þetta, þar sem þetta auðvitað varðar ekki minn flokk en þetta er auðvitað sér­kenni­leg tíma­setn­ing.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina