662 þúsund tonn til íslenskra skipa

Kristján Þór Júlíusson undirritaði reglugerðina í gær.
Kristján Þór Júlíusson undirritaði reglugerðina í gær. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Íslensk­um skip­um verður heim­ilt að veiða allt að 662.064 tonn­um af loðnu á kom­andi vertíð. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, und­ir­ritaði reglu­gerð þess efn­is í gær, en loðnu­vertíðin verður sú stærsta í 20 ár.

„Það er mjög ánægju­legt að fá tæki­færi til að und­ir­rita reglu­gerð sem gef­ur vænt­ing­ar um að kom­andi vertíð verði sú stærsta í um tvo ára­tugi. Þetta eru frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir ein­staka byggðir í land­inu en um leið sam­fé­lagið allt enda skap­ar þetta mikl­ar tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið og eyk­ur lík­ur á að okk­ur tak­ist að vaxa enn hraðar út úr kór­ónu­veirukrepp­unni á næstu mánuðum,“ seg­ir Kristján Þór í færslu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Haf­rann­sókna­stofn­un kynnti á dög­un­um veiðiráðgjöf sína fyr­ir vertíðina 2021/​2022 og nam hún 904.200 tonn­um. Ísland fær 80% af þessu í sam­ræmi við alþjóðlega samn­inga og er afla­verðmætið metið á um 50 millj­arða króna.

mbl.is