Hörður enn að gefa á handfæri

Hörður Þorgeirsson var ánægður með aflann.
Hörður Þorgeirsson var ánægður með aflann. Ljósmynd/Raufarhafnarhöfn

Hörður Þor­geirs­son á Raufar­höfn læt­ur ekki deig­an síga og er enn á hand­færa­veiðum á Krist­ínu ÞH-15 þrátt fyr­ir að það sé að koma að miðjum októ­ber­mánuði.

Þegar Krist­ín lagði við bryggju á Raufar­höfn í dag var bát­ur­inn með rúm þrjú tonn. Þar af voru 2,7 tonn af ufsa og 330 kíló af þorski. Hörður held­ur bet­ur ánægður með afl­ann eins og sést á mynd­um frá höfn­inni.

mbl.is