Hörður Þorgeirsson á Raufarhöfn lætur ekki deigan síga og er enn á handfæraveiðum á Kristínu ÞH-15 þrátt fyrir að það sé að koma að miðjum októbermánuði.
Þegar Kristín lagði við bryggju á Raufarhöfn í dag var báturinn með rúm þrjú tonn. Þar af voru 2,7 tonn af ufsa og 330 kíló af þorski. Hörður heldur betur ánægður með aflann eins og sést á myndum frá höfninni.