Leggja til loðnuveiðar í Barentshafi

Vísindamenn opna á loðnuveiðar í Barentshafi á næsta ári, síðast …
Vísindamenn opna á loðnuveiðar í Barentshafi á næsta ári, síðast voru veiðar heimilaðar 2018. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Það stefn­ir í sögu­lega loðnu­vertíð víðar en á Íslandi og legg­ur Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) til að heim­ilt verði að veiða 70 þúsund tonn af loðnu í Bar­ents­hafi árið 2022. Ekki hef­ur verið veidd loðna á þessu svæði frá 2018 og hafa bönn við loðnu­veiðum á þessu svæði verið tíð allt frá 1987.

Mun meiri loðna var að finna í Bar­ents­hafi við mæl­ing­ar árs­ins en hef­ur verið und­an­far­in ár, að því er fram kem­ur á vef norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar Hav­forskn­ings­instituttet (HI). „Þetta er sér­stak­lega tveggja ára [loðna] sem er í miklu magni,“ seg­ir Georg Ska­ret, ábyrgðaraðili loðnu­rann­sókna í Bar­ents­hafi hjá HI.

Fram kem­ur að ekki hafi mælst jafn stór ár­gang­ur af tveggja ára loðnu frá ár­inu 1991 eða í 30 ár. „Magn eins árs loðnu er einnig yfir lang­tímameðaltali sem þýðir að við höf­um tvö ár í röð sem verður öfl­ug nýliðun í Bar­ents­hafi. Þetta lof­ar góðu í sam­bandi við þró­un­ina næstu tvö til þrjú ár,“ seg­ir Ska­ret.

Bar­ents­hafsloðnan er aðeins veidd af Norðmönn­um og Rúss­um. 1983 nam heild­arafli 1,5 millj­ón­ir tonna en síðan hrundi stofn­inn og veidd­ust 270 þúsund tonn árið 1986. Þá voru loðnu­veiðar bannaðar í Bar­ents­hafi 1987 en voru heim­ilaðar á ný 1991 fram til árs­ins 1994 þegar banni var komið á á nýj­an leik. Á tíma­bil­inu 2016 til 2020 voru loðnu­veiðar í Bar­ents­hafi aðeins leyfðar árið 2018.

mbl.is