Aukinn útblástur hjá ríkustu þjóðunum

Bílar á ferð í New York-borg.
Bílar á ferð í New York-borg. AFP

Útblást­ur kol­efn­is í and­rúms­loftið hef­ur auk­ist mikið hjá 20 rík­ustu þjóðum heims­ins, sam­kvæmt nýrri rann­sókn.

Í skýrslu frá The Clima­te Tran­sparency Report kem­ur fram að kolt­ví­sýr­ing­ur muni aukast um 4% hjá um­rædd­um þjóðum á þessu ári eft­ir að dregið hafði úr hon­um um 6% á síðasta ári vegna far­ald­urs­ins.

Talið er að Kína, Ind­land og Arg­entína muni auka út­blást­ur sinn frá ár­inu 2019, að sögn BBC

Tvær vik­ur eru þangað til lofts­lags­ráðstefna verður hald­in í Glasgow. Eitt af helstu viðfangs­efn­um henn­ar verður að taka skref til að koma í veg fyr­ir að lofts­lag hlýni ekki meira en um 1,5 gráður á öld­inni en það mark­mið var sett á Par­ís­ar­ráðstefn­unni árið 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina