Nýsjálenski leikarinn Russell Crowe er nýkominn heim til Ástralíu eftir tökur á kvikmynd á taílensku eyjunni Phuket. Crowe, sem hefur þurft að ferðast mikið um heiminn vinnu sinnar vegna, var feginn að fá að stíga aftur upp í flugvél eftir tveggja ára veru í Ástralíu.
„Það var undarleg tilfinning að stíga aftur upp í flugvél, tveimur árum seinna. Undarlegt, en líka yndislegt. Þetta var lengsti tíminn í mínu lífi sem ég hef ekki flogið, síðan 1991 þegar ég fór að vinna um allan heim,“ skrifaði Crowe á Twitter.
Crowe virðist hafa algjörlega heillast af Phuket, en þangað hafði hann ekki komið þrátt fyrir að hafa millilent oft í Bangkok. Þá var hann einnig hrifinn af sóttvarnafyrirkomulaginu en það kallast sandkassasóttkví. „Ef þú ert fullbólusettur máttu fljúga til Phuket og ferðast um eyjuna eins og þú vilt. Við þurfum samt að sinna vinnu okkar en ég náði samt að sjá stóra Búdda og nokkra fossa,“ skrifaði Crowe.
Australia is set to allow international travel soon.
— Russell Crowe (@russellcrowe) October 11, 2021
Currently I’m working in Thailand. Shooting a movie. Getting on that first plane after 2 years was a very strange feeling.
Strange but kind of wonderful. Since 1991 when work first started taking me around the world that was…