Sturgeon: Ekki nóg gert síðan í París

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Arctic …
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Arctic Circle og fyrrverandi forseti Íslands, í pallborði ráðstefnunnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heims­byggðin hef­ur ekki gert nóg til þess að upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins frá ár­inu 2015. 

Þetta sagði Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra Skot­lands, í ræðu sinni á Arctic Circle-ráðstefn­unni um mál­efni Norður­slóða, sem fram fer í Hörpu þessa dag­ana. 

Stur­geon seg­ir að meira verði að gera ef ná á mark­miðum heims­byggðar­inn­ar um hita­stig heims­ins. 

Eft­ir um tvær vik­ur fer fram COP26-lofts­lags­ráðstefna Sam­eiðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi. 

Stur­geon seg­ir að það verði stærsti sam­ráðsvett­vang­ur um hnatt­ræna ham­fara­hlýn­un frá því að leiðtog­ar þjóða heims­ins komu sam­an í Par­ís árið 2015. 

Glasgow er ein vagga iðnbylt­ing­ar­inn­ar, eins og Stur­geon seg­ir sjálf, og því seg­ir hún tákn­rænt að ráðstefn­an fari fram þar í borg, þar sem upp­haf hnatt­rænn­ar hlýn­unn­ar er gjarn­an miðað við iðnbylt­in­una á 18. og 19. öld. 

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, flutti ræðu á ráðstefnunni í dag …
Jeppe Kof­od, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, flutti ræðu á ráðstefn­unni í dag og und­ir­strikaði mik­il­vægi sam­starfs milli þeirra ríkja, sem eiga hags­muna að gæta á Norður­slóðum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tók und­ir með Katrínu

Auk þess sem hún nýtti tæki­færið til þess að hrósa Barna­húsi Barna­vernd­ar­stofu, snerti Stur­geon í ræðu sinni á mik­il­vægi þess að vernda strjál­býl­ustu svæði norður­skauts­ins. Sagði hún að 96% flat­ar­máls Skot­lands geti tal­ist strjál­býlt, sem sé á pari við mörg lönd á Norður­slóðum. 

Þannig sagði hún mik­il­vægt að lönd eins og Skot­land, Græn­land, Ísland og fleiri snúi bök­um sam­an og læri hvert af öðru að vernda nátt­úru á strjál­býl­um svæðum. 

Stur­geon, sem ávarpaði Arctic Circle-ráðstefn­una fyrst árið 2016, vísaði til ræðu Katrín Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra frá því fyrr í dag. Tók hún þannig und­ir með Katrínu um að bráðnun sífrera sé gríðarlegt vanda­mál á Norður­slóðum, þar sem me­tangas stíg­ur upp í and­rúms­loftið þegar sífreri bráðnar. Sagði hún að þetta sé vanda­mál sem oft gleym­ist í umræðu um hnatt­ræna hlýn­un. 

Einnig und­ir­strikaði Stur­geon mik­il­vægi Norður­slóða og sagði að hlýn­un um tvær gráður á heimsvísu geti þýtt hækk­un meðal­hita á Norður­slóðum því sem nem­ur þrem­ur eða fjór­um gráðum. 

Arctic Cirle-ráðstefn­an, sem jafn­an hef­ur verið hald­in ár hvert í Hörpu frá ár­inu 2016, er stærsta ráðstefn­an á sviði lofts­lags­mála, sem hald­in hef­ur verið síðan heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru skall á. 

Þetta full­yrti Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, stjórn­ar­formaður Arctic Circle og fyrr­ver­andi for­seti Íslands, í dag þegar hann flutti opn­un­ar­ávarp sitt. 

„Gott fólk, okk­ur tókst það,“ sagði hann og upp­skar lófa­tak viðstaddra.

mbl.is