Hafa gögnin undir höndum

Frá fundi undirbúningsnefndarinnar.
Frá fundi undirbúningsnefndarinnar. mbl.is/Unnur Karen

Lög­regl­an á Vest­ur­landi af­henti und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa gögn er varða end­urtaln­ing­una í Norðvest­ur­kjör­dæmi í dag. Þetta staðfest­ir Gunn­ar Örn Jóns­son lög­reglu­stjóri í sam­tali við mbl.is, en nefnd­in hafði óskað eft­ir því að fá gögn­in af­hent fyr­ir lok dags í dag. 

Nefnd­inni hafði ekki verið af­hent gögn­in þegar mbl.is náði tali af Birgi Ármanns­syni, for­manni nefnd­ar­inn­ar, síðdeg­is í dag. 

Ákveðið var á fundi nefnd­ar­inn­ar á miðviku­dag að óska eft­ir gögn­um frá lög­reglu sem kunna að nýt­ast við mat á lög­mæti kosn­ing­anna, að því gefnu að lög­regl­an geti af­hent þau. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í vik­unni lauk rann­sókn lög­reglu á þriðju­dag. Er málið nú til meðferðar á ákæru­sviði sem tek­ur ákvörðun um fram­haldið. 

Sam­kvæmt Gunn­ari er aðkomu lög­regl­unn­ar að mál­inu lokið í bili. 

mbl.is