Hóta þvingunaraðgerðum að loknum þremur árum

Á málstofu á Arctic Circle kom fram að fjöldi fyrirtækja …
Á málstofu á Arctic Circle kom fram að fjöldi fyrirtækja hyggjast grípa til aðgerða verði ekki tryggt að uppsjávarveiðar séu sjálfbærar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór­ir kaup­end­ur upp­sjáv­ar­af­urða hafa ákveðið að gefa strand­ríkj­um í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á mak­ríl, síld og kol­munna verði inn­an vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar áður en fyr­ir­tæk­in fari að leita annarra afurða.

Þetta er meðal þess sem kom fram á mál­fundi Mar­ine Stew­ards­hip Council sem hald­inn var á Arctic Circle í Hörpu í morg­un.

Upp­sjáv­ar­stofn­arn­ir þrír eru all­ir of­veidd­ir þar sem strand­rík­in(Græn­land, Ísland, Fær­eyj­ar, Nor­eg­ur, Evr­ópu­sam­bandið, Bret­land og Rúss­land) gefa öll út ein­hliða kvóta.

Tom Pick­erell, verk­efna­stjóri North Atlantic Pelagic Advocacy Group (NAPA), sagði skila­boðin frá yfir 40 versl­un­ar­keðjum og mat­væla­fram­leiðend­um væru skýr: Þau vilja sjálf­bær­ar afurðir í virðiskeðju sinni.

Fyr­ir­tæk­in hafa skuld­bundið sig til að grípa til aðgerða ef ekki verður orðið við kröfu þeirra. Vakti Pick­erell at­hygli á því að aðgerðir fyr­ir­tækja geta verið að mis­mun­andi toga og kveðst til að mynda fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Aquascot ætla að end­ur­skoða kaup sín á fóðri, lýs­is- og fiski­mjöls­fram­leiðand­inn Tripple Nine kveðst ætla að borga minna fyr­ir ósjálf­bær­ar afurðir og mat­væla­fram­leiðand­inn Young‘s hyggst ein­fald­lega hætta að kaupa slík­ar afurðir.

„Það er hægt að leysa þetta. Það þarf bara vilja,“ sagði Pick­erell og bætti við að fyr­ir­tæk­in gefa ríkj­un­um þrjú ár áður en gripið verður til fyrr­nefndra aðgerða.

Tom Pickerell.
Tom Pick­erell.
mbl.is