Kom með einkaþotu til að ræða umhverfismálefni

Friðrik krónprins í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun.
Friðrik krónprins í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur

Friðrik krón­prins Dan­merk­ur og Jeppe Kof­od ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, ásamt danskri sendi­nefnd, komu til lands­ins á þriðju­dag með einkaþotu í þeim til­gangi að styrkja sam­starf og viðskipta­tengsl Íslands og Dan­merk­urs á sviði sjálf­bærra orku­lausna.

Friðrik yf­ir­gaf landið í gær en sendi­nefnd­in og ut­an­rík­is­ráðherr­ann urðu eft­ir til að sitja Arctic Circle-ráðstefn­una sem fer nú fram í Hörpu og hef­ur lofts­lags­vá­in verið miðlægt umræðuefni þar. Hélt Kof­od meðal ann­ars ávarp á ráðstefn­unni í gær.

Sá eini sem kom á einkaþotu

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá starfs­manni, sem sér um mót­töku einkaþota á Reykja­vík­ur­flug­velli, voru danski krón­prins­inn og fylgd­arlið hans þau einu sem lentu á Reykja­vík­ur­flug­velli á einkaþotu í aðdrag­anda ráðstefn­unn­ar. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti einkaþota sem koma til Íslands lenda þar. 

„Það kom eng­in einkaþota fyr­ir þjóðarleiðtoga fyr­ir þenn­an viðburð nema Friðrik og sendi­nefnd­in,“ seg­ir hann og bæt­ir við að prins­inn hafi alls ekki verið sá eini í flug­vél­inni, held­ur hafi hún verið þétt­set­in.

Seg­ir hann þetta held­ur óvana­legt í sam­an­b­urði við þann fjölda sem kom á einkaþotum fyr­ir ráðherra­fund Norður­skauts­ráðsins sem hald­inn var í Reykja­vík í maí á þessu ári.

Kynntu sér um­hverf­i­s­væna orku

Í Íslands­heim­sókn­inni heim­sóttu krón­prins­inn og ut­an­rík­is­ráðherr­ann einnig Hell­is­heiðar­virkj­un þar sem þeir kynntu sér um­hverf­i­s­væna orku. Hélt Jeppe Kof­od meðal ann­ars málþing í virkj­un­inni.

mbl.is