Hafa tekið 1.500 sýni í Hörpu

Samtals hafa um 1.500 hraðpróf verið framkvæmd í Hörpu síðustu …
Samtals hafa um 1.500 hraðpróf verið framkvæmd í Hörpu síðustu daga. mbl.is/Gunnlaugur

Alls hafa verið greind um 1.500 sýni í Hörpu í gegn­um hraðpróf. Þetta fékkst upp­lýst á sýna­tökustað í dag. 

Kraf­ist er af öll­um sem sækja Arctic Circle að fram­vísa nei­kvæðum niður­stöðum úr covid-prófi áður en þeim er hleypt í fund­ar­sali.

Síðasti dag­ur ráðstefn­unn­ar er í dag og lýk­ur sýna­töku klukk­an eitt. Alls hafa fimm starfs­menn sinnt sýna­töku frá því á fimmtu­dag.

Fimm manna teymi hefur séð um prófin.
Fimm manna teymi hef­ur séð um próf­in. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Funda­höld og mál­stof­ur munu halda áfram að fara fram til hálf sjö í kvöld en þá hefst loka­hóf Arctic Circle sem haldið er af sveit­ar­fé­lag­inu Ser­mer­sooq á Græn­landi. Sam­tals sækja ráðstefn­una um 1.300 manns.

mbl.is