Mótmælt fyrir utan Hörpu

Mótmælt fyrir utan Arctic Circle-ráðstefnuna í Hörpu.
Mótmælt fyrir utan Arctic Circle-ráðstefnuna í Hörpu. mbl.is/Gunnlaugur

Sjö mót­mæl­end­ur gerðu sér ferð að Hörpu í dag, þar sem Arctic Cirle-ráðstefn­an um mál­efni Norður­slóða fer fram, og héldu uppi skilt­um í mót­mæla­skyni. 

Mót­mæl­end­urn­ir virt­ust vera að mót­mæla aðgerðarleysi rík­is­stjórna heims­ins í lofts­lags­mál­um og héldu uppi stór­um rauðum borða sem á stóð „Þetta er neyðarástand.“

Stjórn­mála­menn, sér­fræðing­ar og áhuga­fólk um mál­efni Norður­slóða og hnatt­ræna hlýn­un sóttu Arctic Circle-ráðstefn­una í ár.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, stjórn­ar­formaður Arctic Circle og fyrr­ver­andi for­seti Íslands, hóf opn­un­ar­ávarp sitt í Hörpu á fimmtu­dag á þeim orðum að um 1.200 manns frá yfir 50 lönd­um væru kom­in sam­an til þess að ræða um tæki­færi og vernd­un norður­skauts­ins. 

Sjö mót­mæl­end­ur munu án efa ekki skemma fyr­ir skemmt­ana­höld­um ráðstefnu­gesta, sem boðið er til veislu klukk­an 18:30 í dag, eins kon­ar loka­hófs, í boði græn­lenskra stjórn­valda. 

Það hefur verið margt um manninn í Hörpu undanfarna daga.
Það hef­ur verið margt um mann­inn í Hörpu und­an­farna daga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kan­arn­ir vilja samn­ing við Ísland

Meðal þess sem kom fram á ráðstefn­unni í ár var að þing­menn öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings lýstu því yfir að þarlend stjórn­völd væru áhuga­söm um að gera fríversl­un­ar­samn­ing við Ísland. 

Þannig sagði Lisa Mur­kowski, öld­unga­deild­arþingmaður re­públi­kana frá Alaska, að hún vildi brýna fyir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta mik­il­vægi þess að und­ir­rita slík­an samn­ing. 

Þessu fagnaði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra og sagði:

„Við fögn­um mjög því þegar tekið er und­ir mála­fylgi okk­ar Banda­ríkja­meg­in. Það er eng­inn vafi að þegar reynd­ur öld­unga­deild­arþingmaður, eins og Lisa, seg­ir þetta á þess­um vett­vangi þá er full al­vara á bakvið þetta og það hjálp­ar okk­ur mjög.“

Stur­geon seg­ir ekki nóg gert í kjöl­far Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins

Einna stærsti gest­ur­inn á ráðstefn­unni á ár var Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar Skot­lands. Hún sagði að ekki hafi verið nóg gert við að upp­fylla lof­orð Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins 2015 og vonaðist hún eft­ir því að stjórn­völd ríkja heims­ins gengju lengra í kjöl­far COP26-lofts­lags­ráðstefn­unn­ar, sem hald­in verður í Glasgow í Skotlandi eft­ir um tvær vik­ur. 

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður …
Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar Skot­lands, og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, stjórn­ar­formaður Arctic Circle og fyrr­ver­andi for­seti Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stur­geon tók einnig und­ir með Katrínu Jak­obs­dótt­ir, sem flutti er­indi á ráðstefn­unni á fimmtu­dag, og sagði að bráðnun sífrera á Norður­slóðum gleym­ast í umræðunni um hnatt­ræna hlýn­un. Þannig losi slík bráðnun me­tangas, gróður­húsaloft­teg­und sem kynd­ir und­ir hnatt­rænni ham­fara­hlýn­un. 

mbl.is