„Leyfir ekkert kæruleysi“

Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Gauti Hjalta­son, fram­bjóðandi Miðflokks­ins og fyrr­ver­andi sýslumaður í Vest­manna­eyj­um, seg­ir bundið í kosn­inga­lög hvernig taln­ing at­kvæða eigi að fara fram og að ann­mark­ar hafi verið á þeirri fram­kvæmd í Norðvest­ur­kjör­dæmi þegar yfir­kjör­stjórn hóf að telja at­kvæði á ný eft­ir að hafa kynnt loka­töl­ur fyrr um morg­un­inn, dag­inn eft­ir kosn­ing­ar.

Karl Gauti var kynnt­ur sem upp­bót­arþingmaður eft­ir taln­ingu at­kvæða að lokn­um þing­kosn­ing­um í síðasta mánuði. Eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi breytt­ist það hins veg­ar og Karl Gauti var kom­inn út.

Vafaþingmaður

Sjálf­ur hef­ur Karl Gauti reynslu af taln­ingu frá árum sín­um sem sýslumaður, en hann var gest­ur í Sprengisandi á Bylgj­unni í dag. Titlaði hann sig sem vafaþing­mann þegar þátta­stjórn­andi spurði hann hvernig rétt­ast væri að kynna hann í ljósi stöðunn­ar eft­ir kosn­ing­ar.

Sagði hann að það væri bundið í lög hvernig taln­ing færi fram. Meðal ann­ars ættu að vera inn­siglaðir kass­ar sem talið væri upp úr og magn þeirra sann­reynt. Hann tók fram að yfir kosn­ing­a­nótt­ina kæmu oft fyr­ir mis­tök og þá þyrfti taln­ing­ar­fólk að telja sig til baka. Það væri ástæða þess að taln­ing tefðist oft langt fram á morg­un. Hins veg­ar væri ekk­ert til sem héti end­urtaln­ing eft­ir að loka­töl­ur væru kynnt­ar.

Mikið erg­elsi en alltaf gengið að finna vill­urn­ar

Sagði Karl Gauti að mikið erg­elsi væri þegar illa gengi að finna vill­urn­ar, en hingað til hefði það alltaf tek­ist. Hins veg­ar væru eng­in dæmi um að eft­ir að loka­töl­ur væru kynnt­ar að það væri end­urtalið. Sagði hann einnig að allt tal um end­urtaln­ingu ætti sér ekki stoð í lög­um. Karl Gauti tók þó fram að und­ir ákveðnum kring­um­stæðum væri hægt að telja aft­ur, en það þyrfti að gilda um það sömu regl­ur og hefðbundna taln­ingu.

Benti hann jafn­framt á að eng­ar at­huga­semd­ir hefðu borist frá umboðsmönn­um flokk­anna eða kjör­stjórn sjálfri í Borg­ar­nesi um morg­un­inn áður en fólk fór heim. „Menn eru ánægðir og gefa út loka­töl­ur,“ sagði Karl Gauti. Hins veg­ar hafi það breyst um morg­un­inn þegar kjör­stjórn hafi komið aft­ur í hús. „Bara 1-2 menn sem taka þá ákvörðun,“ sagði Karl Gauti og bætti við að það væri ákveðið og strangt lög­boðið ferli sem þyrfti að fara af stað áður en það væri gert. Meðal ann­ars að aug­lýsa taln­ing­una og skipa fólk og svo telja fyr­ir opn­um dyr­um. Auk þess hafi at­kvæðin þurft að vera inn­sigluð í millitíðinni. Jafn­framt seg­ir hann að bannað sé að færri en tveir séu inn­an um óinn­sigluð kjör­gögn.

Bóka þurfi ágrein­ing

Sagði Karl Gauti það vera anda lag­anna að reyna að koma í veg fyr­ir aðstæður sem þess­ar. „Leyf­ir ekk­ert kæru­leysi,“ sagði hann. Jafn­framt bend­ir Karl Gauti á að ef ágrein­ing­ur komi upp eigi að bóka það. Slíkt hafi ekki verið gert þegar loka­töl­ur hafi verið gefn­ar út um morg­un­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina