Annir á nótaverkstæðum

Það stefnir í veglega vertíð og mikilvægt að veiðarfærin séu …
Það stefnir í veglega vertíð og mikilvægt að veiðarfærin séu í topp standi. mbl.is/Hanna Andrés­dótt­ir

Ann­ir eru þessa dag­ana á nóta- og neta­verk­stæðum og und­ir­bún­ing­ur á fullu fyr­ir loðnu­vertíð sem hefst vænt­an­lega í lok næsta mánaðar. „Hér er mik­ill at­gang­ur svo allt verði til­búið fyr­ir þessa risa­vertíð, sem menn sáu ekki fyr­ir,“ seg­ir Jón Odd­ur Davíðsson, fram­kvæmda­stjóri Hampiðjunn­ar Ísland. Stefán Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri Eger­sund á Íslandi, seg­ir hjól­in snú­ast af krafti þessa dag­ana á nóta­verk­stæði fyr­ir­tæk­is­ins á Eskif­irði. „Menn vinna við loðnu­næt­ur alla daga og dreym­ir loðnu­næt­ur flest­ar næt­ur,“ seg­ir Stefán.

Loðnunót er eng­in smá­smíði og gæti grunnnót verið um 115-120 metr­ar á dýpt, 480-500 metr­ar á lengd og þyngd­in gæti verið ná­lægt 50 tonn­um. Til sam­an­b­urðar má nefna að fót­bolta­völl­ur er rúm­lega 100 metr­ar á lengd. Djúpnót get­ur verið um 600 metra löng og 200 metra djúp. Auk þess er unnið við troll til að nota við loðnu­veiðarn­ar.

Á Eskifirði keppast starfsmenn Egersund við að setja nýtt net …
Á Eskif­irði kepp­ast starfs­menn Eger­sund við að setja nýtt net í nót fyr­ir Ho­fellið SU frá Fá­skrúðsfirði. Ljós­mynd/​Stefán

Vilja að veiðarfæri séu í lagi

Eft­ir loðnu­bann í tvo vet­ur og síðan til­tölu­lega litla, en arðsama, vertíð síðasta vet­ur eru loðnu­næt­ur yf­ir­leitt í góðu standi. Eitt­hvað er þó um að verið sé að setja upp næt­ur frá grunni. Ekk­ert má út af bera þegar vertíðin byrj­ar og út­gerðir og áhafn­ir vilja að veiðarfæri séu til­bú­in og í góðu lagi. Því er verið að fara yfir loðnu­næt­ur, skipta um stykki sem hafa rifnað eða sauma minni göt.

Hampiðjan Ísland er með nóta­verk­stæði í Reykja­vík, Vest­manna­eyj­um og Nes­kaupstað, en einnig neta­verk­stæði á Ísaf­irði og Ak­ur­eyri og starfa alls um 70 manns hjá fyr­ir­tæk­inu hér­lend­is. Eger­sund er með nóta- og neta­verk­stæði á Eskif­irði þar sem starfa 18 manns. Í Nes­kaupstað er Hampiðjan með nóta­hót­el og Eger­sund á Eskif­irði. Næt­urn­ar eru þá geymd­ar í sér­stök­um hólf­um tengd­um verk­stæðunum, en ekki úti und­ir ber­um himni.

Ísfell er með nóta­verk­stæði í Vest­manna­eyj­um og neta­verstæði víða um land. Á Hornafirði rek­ur Skinn­ey-Þinga­nes eig­in veiðarfæra­gerð.

Marg­ar vinnu­stund­ir

Nælonefni í loðnu­næt­ur er yf­ir­leitt pantað í renn­ing­um, sem oft eru um 100 metra lang­ir með mis­mun­andi sver­leika á garni eft­ir því hvar í nót­ina renn­ing­ur­inn á að fara. Mik­il vinna er við að setja upp heila nót, en þær end­ast með viðhaldi og viðgerðum í all­mörg ár. Þegar loðnu­vertíð hefst þurfa neta­fyr­ir­tæk­in að vera til­bú­in að svara kalli ef nót­in verður fyr­ir tjóni. Vertíðin stend­ur síðan í raun­inni fram eft­ir ári með frek­ari lag­fær­ing­um til að allt verði til­búið fyr­ir næstu vertíð.

Á loðnumiðum fyrir tveimur árum.
Á loðnumiðum fyr­ir tveim­ur árum.

„Al­mennt séð er gríðarlega mikið að gera í kring­um vertíðina,“ seg­ir Jón Odd­ur. „Menn eru á fullu að græja sig í þenn­an of­urkvóta, bæta í og hafa allt til­búið, hvort sem það eru næt­ur eða troll sem menn nota á mis­jöfn­um tím­um við mis­mun­andi aðstæður.

Við fáum mest af okk­ar efni frá Kína, Víet­nam og Perú og staðan í heim­in­um hvað varðar flutn­inga og fram­leiðslu hef­ur ekki hjálpað okk­ur. Í raun höf­um við ekki fylli­lega getað annað því sem við hefðum viljað,“ seg­ir Jón Odd­ur.

Allt á öðrum end­an­um

„Hér er mikið í gangi og allt á öðrum end­an­um,“ seg­ir Stefán hjá Eger­sund. „Sann­ast sagna er loðnu­kvót­inn miklu stærri en menn áttu von á, en menn leggja sig fram um að láta þetta ganga upp.“ Hann seg­ir að Eger­sund hafi átt tals­vert af efni á lag­er, en auk þess hafi fyr­ir­tækið aðgang að Eger­sund í Nor­egi, sem sé með verk­smiðju þar, sem hnýti loðnu­net. Þá sé fyr­ir­tækið í góðum tengsl­um við fyr­ir­tæki í Lit­há­en og Perú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: