Strandríkin ræða stjórnun makrílveiða

Makrílpokinn tæmdur niður í lest á Vigra RE 71.
Makrílpokinn tæmdur niður í lest á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Árleg­ur haust­fund­ur strand­ríkja um mak­ríl, norsk-ís­lenska síld og kol­munna verður hald­inn í London í þess­ari viku og þeirri næstu. Byrjað verður á að ræða mak­ríl með umræðum um stjórn­un, ráðgjöf, veiðitöl­ur og einnig ramma fyr­ir vís­inda­menn sem munu taka sam­an yf­ir­lit um líf­fræðilega dreif­ingu og veiði úr stofn­in­um.

Sex manns frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti, ut­an­rík­is­ráðuneyti, Haf­rann­sókna­stofn­un og Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi taka þátt í fund­un­um og er Kristján Freyr Helga­son formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar. Auk Íslands taka full­trú­ar Nor­egs, Evr­ópu­sam­bands­ins, Bret­lands, Fær­eyja, Græn­lands og Rúss­lands þátt í fund­un­um.

Eng­ir heild­ar­samn­ing­ar

Eng­ir heild­ar­samn­ing­ar eru í gildi um þessa stofna, hver þjóð hef­ur sett sér afla­mark og veiðar verið um­fram ráðgjöf mörg síðustu ár. Fyr­ir næsta ár legg­ur Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) til að 7% minna verði veitt af mak­ríl en ráðlagt var í ár, 9% minna af norsk-ís­lenskri síld og í kol­munna er ráðgjöf­in upp á 19% sam­drátt.

Í ár eru Bret­ar í fyrsta skipti sjálf­stætt strand­ríki í mak­ríl­veiðum og settu sér kvóta upp á 222 þúsund tonn. Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti um 200 þúsund tonna kvóta. Íslend­ing­ar settu sér kvóta upp á tæp­lega 141 þúsund tonn, sem er sama hlut­fall og flest síðustu ár, en til viðbót­ar koma heim­ild­ir til flutn­ings milli ára.

Hoffell SU-80 að veiðum.
Hof­fell SU-80 að veiðum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Norðmenn og Fær­ey­ing­ar til­kynntu í vor um 55% hækk­un hlut­deild­ar í mak­ríl miðað við það sem var meðan mak­ríl­samn­ing­ur Nor­egs, Evr­ópu­sam­bands­ins og Fær­eyja var í gildi, en hann rann út um síðustu ára­mót. Norðmenn miðuðu við um 300 þúsund tonna afla í ár eða 35% af ráðgjöf ICES, en í gamla samn­ingn­um var hlut­deild þeirra 22,5%.

Fær­ey­ing­ar ákváðu að mak­ríl­kvót­inn yrði 167 þúsund tonn í ár, eða 19,6% af ráðgjöf­inni, en ekki 12,6% eins og í þriggja strand­ríkja samn­ingn­um. Eng­ir samn­ing­ar eru um aðgengi í lög­sögu annarra nema á milli Norðmanna og Fær­ey­inga.

Norðmenn skora á strand­rík­in að semja

Í grein sem for­ystu­menn norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt, hafa skrifað um mak­ríl­deil­una, og hef­ur m.a. birst í bresk­um blöðum, seg­ir að tími sé kom­inn til að semja. Nú sé ekki rétti tím­inn til að leggja áherslu á efna­hags­leg­an ávinn­ing til skamms tíma. Frek­ar eigi að sýna heim­in­um að þjóðir við Norður-Atlants­haf séu fær­ar um að hafa sam­skipti og sam­vinnu og geti stjórnað fisk­veiðum á sjáfbær­an hátt. Samn­ing­ar þriggja strand­ríkja 2014 hafi ekki verið mögu­leg­ir nema vegna þess að Norðmenn hafi gefið veru­lega eft­ir.

Nálg­un tals­manna Fiskebåt er að líf­fræðileg dreif­ing sé eðli­legt viðmið þegar veiðiheim­ild­um í fiski­stofni sé skipt á milli strand­ríkja. Svæðateng­ing mak­ríls við Nor­eg og Bret­land sé mik­il og stærst­ur hluti mak­ríls veiðist í efna­hagslög­sög­um þess­ara tveggja ríkja. Lítið sé um mak­ríl í efna­hagslög­sögu Íslands og eng­inn mak­ríll í lög­sögu Græn­lands og Rúss­lands. Það sé ástæðan fyr­ir því að þess­ar þjóðir veiði mak­ríl á alþjóðleg­um hafsvæðum og í mun meira magni en hægt sé að rétt­læta með þeim mak­ríl, sem finnst í efna­hagslög­sög­um þeirra.

Strand­rík­in séu öll ábyrg fyr­ir mak­ríl­stofn­in­um og nú þurfi að gera mála­miðlan­ir til að ná samn­ing­um. Skorað er á strand­rík­in að ná samn­ing­um og er orðunum sér­stak­lega beint að Evr­ópu­sam­band­inu, Bretlandi og Nor­egi. Á þann hátt sé hægt að tryggja heil­brigðan mak­ríl­stofn til framtíðar.

Þrýst­ing­ur á stjórn­völd

Þrýst­ing­ur er á stjórn­völd strand­ríkj­anna að gera samn­inga um veiðar úr deili­stofn­um, meðal ann­ars vegna vott­ana. Stór­ir kaup­end­ur upp­sjáv­ar­af­urða hafa ákveðið að gefa strand­ríkj­um í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á mak­ríl, síld og kol­munna verði inn­an vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar áður en fyr­ir­tæk­in fari að leita annarra afurða. Þetta kom meðal ann­ars fram á mál­fundi Mar­ine Stew­ards­hip Council (MSC) sem hald­inn var á Arctic Circle í Hörpu í síðustu viku.

Árið 2019 voru MSC-vott­an­ir á mak­ríl­veiðum í NA-Atlants­hafi aft­ur­kallaðar. Í lok árs 2020 gerðist það sama með norsk-ís­lenska síld og kol­munna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: