Vafamál gætu risið við uppkosningar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóms­málaráðuneytið úti­lok­ar ekki að við skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd upp­kosn­inga, komi til þeirra, geti komið í ljós enn fleiri vafa­atriði en þau sem fjallað hef­ur verið um að und­an­förnu. Um þau geti svo risið ágrein­ing­ur.

Á þetta bend­ir ráðuneytið í minn­is­blaði sem sent hef­ur verið Alþingi, um þær regl­ur sem gilda um upp­kosn­ing­ar á grund­velli 115. gr. laga um kosn­ing­ar til Alþing­is.

Í minn­is­blaðinu ít­rek­ar ráðuneytið að fáum skýr­um laga­regl­um um upp­kosn­ing­ar sé til að dreifa. Slík­ar kosn­ing­ar hafi ekki farið fram áður í heilu kjör­dæmi. Í lög­um um kosn­ing­ar til Alþing­is sé hvorki að finna heild­stæða um­fjöll­un um fram­kvæmd upp­kosn­inga né skil­grein­ingu á því hug­taki. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina