„Við erum að púsla saman mynd“

Fundað í Borgarnesi.
Fundað í Borgarnesi. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa hélt í vett­vangs­ferð inn í Borg­ar­nes í dag þar sem at­kvæði voru tal­in í alþing­is­kosn­ing­un­um í sept­em­ber. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður.
Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, alþing­ismaður. Ljós­mynd/​Aðsend

Að sögn Lín­eik­ar Önnu Sæv­ars­dótt­ur, nefnd­ar­manns og þing­manns Fram­sókn­ar, hef­ur ferðin verið afar gagn­leg. Nefnd­in kynnti sér aðstæður í hús­næði lög­regl­unn­ar og sýslu­manns á Vest­ur­landi þar sem at­kvæðaseðlar eru geymd­ir í læst­um og inn­sigluðum fanga­klefa. 

Ónotaðir seðlar tald­ir 

Þá fylgd­ist nefnd­in með því þegar ónotaðir at­kvæðaseðlar voru tald­ir að nýju og stemmd­ir af við þær töl­ur sem til­kynnt­ar voru til lands­kjör­stjórn­ar. 

Að því loknu hélt nefnd­in í Hót­el Borg­ar­nes, þar sem taln­ing at­kvæða fór fram eins og frægt er orðið. Þar kynnti nefnd­in sér aðstæður, hvernig raðað var upp og svo fram­veg­is.

Eft­ir­lits­mynda­vél­ar ná yfir aðkomu sal­ar­ins

Eft­ir­lits­mynda­vél­ar á hót­el­inu voru skoðaðar. Spurð út í dekk­un mynda­vél­anna seg­ir Lín­eik Anna að þær nái yfir aðkomu að saln­um þar sem taln­ing­in fór fram, en ekki all­an sal­inn sjálf­an. 

Diljá Mist Einarsdóttir og Inga Sæland ásamt þingverði mæta til …
Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir og Inga Sæ­land ásamt þing­verði mæta til fund­ar. mbl.is/​Theó­dór Kr. Þórðar­son

Sem stend­ur nýt­ir nefnd­in síðan tím­ann eft­ir heim­sókn­ir til að funda í Borg­ar­nesi. Lín­eik seg­ir að ekki liggi ná­kvæm­lega fyr­ir hversu langt fund­ar­höld munu ná í dag og þannig hverja tekst að kalla til fund­ar en í það minnsta verði rætt við starfs­fólk hót­els­ins. 

Í för með nefnd­inni eru nokkr­ir starfs­menn Alþing­is; tveir þing­verðir, tækni­maður og tveir nefnd­ar­rit­ar­ar. 

Nefnd­in sam­stiga í vinn­unni

„Núna erum við í ferli og það er ekk­ert merki­legra en annað á þess­um tíma­punkti. Við erum að púsla sam­an mynd,“ sagði Lín­eik Anna í sam­tali við mbl.is 

Birgir Ármansson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mætir í til …
Birg­ir Árm­ans­son, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa mæt­ir í til fund­ar í Borg­ar­nesi. mbl.is/​Theó­dór Kr. Þórðar­son

Hún seg­ir vett­vangs­ferðina hafa verið að beiðni nefnd­ar­manna. „Það skipt­ir miklu máli að við reyn­um að kynna okk­ur allt sem get­um til þess að fylla út í þessa heild­ar­mynd, til að geta safnað sam­an gögn­um fyr­ir þing­fund, sem kem­ur til með að taka af­stöðu til kjör­bréfa.“

Auk þess seg­ir Lín­eik mik­inn sam­hljóm um mik­il­vægi ferðar­inn­ar og nefnd­ina sam­stiga í vinn­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina