Áætlanir þjóða um útblástur langt yfir markmiðum

Útblástur úr Suralaya-verinu í Indónesíu.
Útblástur úr Suralaya-verinu í Indónesíu. AFP

Þjóðir heims­ins stefna að því að fram­leiða yfir tvö­falt meira af kol­um, olíu og gasi miðað við þau mörk sem hafa verið sett til að koma í veg fyr­ir að hlýn­un jarðar fari yfir 1,5 gráðu.

Í skýrslu um­hverf­is­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að stefna stjórn­valda hvað varðar fram­leiðslu á jarðefna­eldsneyti sé „hættu­lega úr takti“ við þau mark­mið sem hafa verið sett um að draga úr slíkri fram­leiðslu.

Tíu dag­ar eru þangað til lofts­lags­ráðstefna verður hald­in þar sem farið verður yfir stöðuna eft­ir Par­ís­arsátt­mál­ann árið 2015.

Að sögn Sam­einuðu þjóðanna þarf út­blást­ur að drag­ast sam­an um næst­um 50 pró­sent fyr­ir árið 2030 og kol­efnis­jöfn­un verður að nást að fullu um miðja öld­ina til að koma í veg fyr­ir að jörðin hlýni um meira en 1,5 gráður á öld­inni en það mark­mið var sett á Par­ís­ar­ráðstefn­unni.

Miðað við skýrslu um­hverf­is­nefnd­ar­inn­ar er talið lík­legt að fram­leiðsla jarðefna­eldsneyt­is auk­ist að minnsta kosti til árs­ins 2040.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina