Ekkert varð úr samdrætti í sjávarútvegi

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti afkkomu greinarinnar …
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti afkkomu greinarinnar á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. mbl.is/Unnur Karen

Ekk­ert varð úr þeim mikla sam­drætti í sjáv­ar­út­vegi sem ótt­ast var á síðasta ári þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á. Þetta kom fram í töl­um um af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins og fisk­eld­is sem Jón­as Gest­ur Jónas­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi hjá Deloitte, kynnti á sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um í Hörpu í gær.

Lít­ils­hátt­ar sam­drátt­ur varð hins veg­ar í er­lendri mynt og hækkuðu skuld­ir vegna lægra gengi krón­unn­ar. Sam­an­tekt Deloitte bygg­ist á árs­upp­gjör­um fyr­ir­tækja sem hafa yfir að ráða um 90% af út­hlutuðu afla­marki, sem síðan er skalað upp í 100%.

Aðstæður voru krefj­andi í fyrra en vel hef­ur tek­ist að beina afurðum í nýja far­vegi til að há­marka af­komu. Námu heild­ar­tekj­ur sjáv­ar­út­vegs­ins 284 millj­örðum króna í fyrra, sem er um 4 millj­örðum meira en 2019.

Fram­legð nam 72 millj­örðum króna og dregst sam­an um einn millj­arð en hagnaður dregst veru­lega sam­an, úr 43 millj­örðum árið 2019 í 29 millj­arða. Vegna lak­ara geng­is krón­unn­ar hækkuðu skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í krón­um talið í um 461 millj­arð króna. Bók­fært eigið fé nem­ur 325 millj­örðum króna.

Arðgreiðslur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra námu 21,5 millj­örðum króna og hækka frá fyrra ári um tæpa 11 millj­arða króna. Helm­ing­ur­inn til­heyr­ir dótt­ur­fé­lög­um Sam­herja sem greiddu arð til móður­fé­lags­ins, sem um sinn greiddi ekki út arð til hlut­hafa.

Bein op­in­ber gjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja námu í fyrra um 17,5 millj­örðum króna. Fjár­fest­ing­ar námu 24 millj­örðum króna, sem er um þriðjung­ur af EBITDA.

Tekj­ur af fisk­eldi voru 33,7 millj­arðar króna og hafa aldrei verið eins mikl­ar. Eins hef­ur aldrei verið fram­leitt meira, eða 41 þúsund tonn. Grein­in skilaði hins veg­ar 62 millj­óna króna rekstr­artapi, en árið 2019 var hagnaður tæp­ir 2 millj­arðar króna. Markaðsverð á laxi lækkaði á ár­inu og er það rakið til áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: