Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay-Z voru í lúxusfríi á Ítalíu um helgina. Hjónin virðast hafa gert fátt annað en að vera í lúxusfríum í Evrópu síðustu vikurnar. Beyoncé er dugleg að auglýsa ljúfa lífið þeirra á Instagram-síðu sinni og birti meðal annars myndir úr nýjustu ferðinnni.
Hjónin fóru til Feneyja í síðustu viku og birti hún myndir af þeim hjónum sigla um borgina. Hjónin voru gestir í brúðkaupi Alexandre Arnault og Geralde Guyot hjónin giftu sig í annað sinn í Feneyjum um helgina. Arnault er háttsettur starfsmaður hjá skartgripafyrirtækinu Tiffany og sést Beyoncé reglulega með skartgripi þaðan.
Fyrir Feneyjarferðina voru hjónin í Lundúnum. Ekki er langt síðan að hjónin voru síðast á Ítalíu en í september sleiktu þau sólina á snekkju við Ítalíu.