Segja yfirkjörstjórn boðið að greiða sekt

Kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru ekki innsigluð og er það forsenda …
Kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru ekki innsigluð og er það forsenda sektargerðanna, að því er segir í frétt RÚV. mbl.is/Árni Sæberg

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi hef­ur boðið yfir­kjör­stjórn í Norðvest­ur­kjör­dæmi að greiða sekt­ir vegna ógæti­legr­ar meðferðar kjör­seðla í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í síðasta mánuði. 

Þetta herma heim­ild­ir RÚV

Þegar mbl.is spurði Inga Tryggva­son, formann yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar, hvort hann gæti staðfest þetta vildi hann ekk­ert tjá sig um málið. 

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Ingi Tryggva­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ljós­mynd/​Dóms­málaráðuneytið

Í frétt RÚV seg­ir að hann hafi fengið hæstu sekt­ar­gerðina, 250 þúsund krón­ur. Aðrir stjórn­ar­menn hafi fengið væg­ari sekt­ar­gerðir, 150 þúsund krón­ur. Kjör­gögn í Norðvest­ur­kjör­dæmi voru ekki inn­sigluð og er það for­senda sekt­ar­gerðanna, að því er seg­ir í frétt­inni.

Fall­ist stjórn­ar­menn ekki á að greiða sekt­ina færi málið að öll­um lík­ind­um fyr­ir ákæru­svið og málið gæti því endað fyr­ir dóm­stól­um. 

Karl Gauti Hjalta­son, fyrr­ver­andi þingmaður Miðflokks­ins, kærði niður­stöður kosn­ing­anna eft­ir að hann datt út af þingi sem jöfn­un­arþingmaður þegar at­kvæði í kjör­dæm­inu voru tal­in aft­ur. 

Lög­regla hef­ur nú lokið rann­sókn sinni á mál­inu og urðu sekt­ar­gerðir niður­stöður henn­ar. 

Gunn­ar Örn Jóns­son, lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi, svaraði ekki sím­töl­um mbl.is fyrr í dag og starfsmaður í mót­töku lög­reglu­embætt­is­ins sagði að Gunn­ar yrði á fundi „í all­an dag“.

Upp­fært kl. 11:19

mbl.is hef­ur sömu­leiðis fengið staðfest eft­ir sín­um heim­ilda­mönn­um að all­ir fimm meðlim­ir yfir­kjör­stjórn­ar hafi fengið sekt­ar­gerð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina