Ekki minni rækja í Ísafjarðardjúpi frá upphafi

Ekkert verður af rækjuveiðum í ÍSafjarðardjúpi verði farið eftir ráðleggingum …
Ekkert verður af rækjuveiðum í ÍSafjarðardjúpi verði farið eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Halldór Sveinbjörnsson

Illa hef­ur gengið að byggja upp rækju­stofna í Arnar­f­irði og í Ísa­fjarðar­djúpi ef marka má tækni­skýrsl­ur og ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna rækju­veiða á fisk­veiðiár­inu 2021/​2022. Stofn­un­in legg­ur til að leyfðar verði veiðar á 149 tonn­um af rækju í Arnar­f­irði en að rækju­veiðar verði ekki heim­ilaðar í Ísa­fjarðar­djúpi.

Stofn­mæl­ing rækju í Arnar­f­irði og Ísa­fjarðar­djúpi fór fram dag­ana 30. sept­em­ber til 9. októ­ber 2021. Fram kem­ur í tækni­skýrslu að stofn­vísi­tal­an fyr­ir rækju í Ísa­fjarðar­djúpi hafi verið sú lægsta sem mælst hef­ur frá því að ár­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust 1988.

„Frá ár­inu 1988 var rækja út­breidd frá Æðey og inn eft­ir Ísa­fjarðar­djúpi, en einnig í Jök­ul­fjörðum. Þegar vísi­tala rækju lækkaði minnkaði út­breiðslu­svæði rækju. Frá ár­inu 2011 hef­ur út­breiðsla rækju ein­skorðast við innri hluta Ísa­fjarðar­djúps, mest í Ísaf­irði og Mjóaf­irði. Mjög lítið fannst af rækju haustið 2021, en hún var helst í ut­an­verðu Djúp­inu og í Hest­f­irði,“ seg­ir í tækni­skýrsl­unni.

Fram kem­ur að á ár­un­um 1961 til 2002 hafi mesti afli rækju­veiða í Ísa­fjarðadjúpi verið 3.100 tonn en minnst 100 tonn. „Eng­ar rækju­veiðar voru heim­ilaðar í Ísa­fjarðar­djúpi fisk­veiðiár­in 2003/​2004 til 2010/​2011 þar sem vísi­tala rækju var mjög lág. Eft­ir að veiðar hóf­ust aft­ur haustið 2011 hef­ur afl­inn verið 300 til 1.100 tonn. [...] Árið 2011 hækkuðu vísi­töl­urn­ar í 4 ár. Frá ár­inu 2016 hafa vísi­töl­urn­ar lækkað en voru nokkuð stöðugar frá 2018-2020 og vísi­tala veiðistofns hef­ur verið yfir skil­greindu viðmiðun­ar­gildi. Árið 2021 mæld­ist mjög lítið af rækju og var vísi­tal­an sú lægsta í stofn­mæl­ingu rækju í Ísa­fjarðar­djúpi.“

Minni út­breiðsla í Arnar­f­irði

Frá 1988 hef­ur rækju­stofn­inn í Arnar­f­irði verið mæld­ur og til 1996 fannst rækja um all­an Arn­ar­fjörð en 1997 minnkaði út­breiðslu­svæðið. Rækja hef­ur aðeins fund­ist innst í firðinum frá ár­inu 2005. „Þess­ar breyt­ing­ar eru aðallega vegna auk­inn­ar fisk­gengd­ar í firðinum,“ seg­ir í tækni­skýrsl­unni. Stofn­vísi­tala rækju í Arnar­f­irði er sögð lág en yfir skil­greind­um varúðarmörk­um.

Frá ár­inu 1994 hef­ur afl­inn minnkað jafnt og þétt og var aðeins 116 tonn fisk­veiðiárið 2016/​2017. Eng­ar veiðar voru heim­ilaðar fisk­veiðiárið 2017/​2018 en þá var vísi­tala veiðistofns í sölu­legu lág­marki og und­ir viðmiðun­ar­gildi. Frá ár­inu 2018 hef­ur afl­inn verið á milli 140 og 200 tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: