Engin smit á meðal 1.400 gesta

Rúmlega 1.400 þátttakendur frá 50 löndum sóttu þingið sem var …
Rúmlega 1.400 þátttakendur frá 50 löndum sóttu þingið sem var þriggja daga langt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að gest­ir Hring­borðs Norður­slóða (e. Arctic Circle), sem haldið var í lok síðustu viku, hafi marg­ir hverj­ir þurft að fara í tvígang í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni á meðan þingið stóð yfir greind­ust eng­in smit á meðal gesta.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Hring­borði Norður­slóða. 

Rúm­lega 1.400 þátt­tak­end­ur frá 50 lönd­um sóttu þingið sem var þriggja daga langt. Þingið var skil­greint sem hraðprófaviðburður af heil­brigðisráðuneyt­inu og þurftu gest­ir því að fram­vísa vott­orði um nei­kvæða niður­stöðu úr skimun fyr­ir Covid-19 sem var ekki eldri en 48 klukku­stunda göm­ul áður en þeim var hleypt inn á þingsvæðið í Hörp­unni. 

„Þingið stóð yfir í þrjá daga og því þurftu þeir sem sóttu alla dag­ana að fara tvisvar sinn­um í hraðpróf. Þegar þátt­tak­end­ur gátu fram­vísað nei­kvæðu prófi fengu þeir arm­bönd sem gerðu þeim kleift að kom­ast inná þingsvæðið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá voru arm­bönd­in mis­mun­andi á lit­inn eft­ir því hvaða dag­ur var.

„Því var auðvelt fyr­ir ör­ygg­is­gæslu Hörpu að sjá hverj­um ætti að hleypa inn á þing­hæðirn­ar, önn­ur fund­ar­svæði og inn í lyft­ur Hörp­unn­ar. Neðri bíla­kjall­ari Hörpu reynd­ist frá­bær staðsetn­ing til að fram­kvæma hraðpróf­in. Bið eft­ir niður­stöðu var aldrei meiri en 20 mín­út­ur. Þetta reynd­ist því ein­föld leið sem gæti gert marg­vís­leg­um aðilum kleift að halda viðburði á sem mest hefðbund­inn hátt í Hörpu í framtíðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og jafn­framt:

„Hring­borð Norður­slóða – Arctic Circle er alþjóðleg­ur vett­vang­ur þar sem sam­an koma leiðtog­ar ríkja, vís­inda­menn, frum­kvöðlar, stjórn­end­ur fyr­ir­tækja, sér­fræðing­ar í um­hverf­is­mál­um, full­trú­ar frum­byggja og fleiri aðilar víðsveg­ar að úr heim­in­um. Þingið var fyrsta stóra fjölþátta alþjóðlega sam­kom­an í Evr­ópu síðan heims­far­ald­ur­inn hófst.“

mbl.is