Gagnaleki sýnir ríki reyna að breyta skýrslu SÞ

Götulist skammt frá staðnum þar sem COP26 verður haldin í …
Götulist skammt frá staðnum þar sem COP26 verður haldin í Glasgow. AFP

Stór gagnaleki sýn­ir fram á til­b­urði nokk­urra ríkja til þess að breyta mik­il­vægri vís­inda­legri skýrslu um það hvernig eigi að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Sádi-Ar­ab­ía, Jap­an og Ástr­al­ía eru á meðal þeirra landa sem hafa beðið Sam­einuðu þjóðirn­ar um að gera minna úr nauðsyn þess að horfið sé hratt frá notk­un jarðefna­eldsneyt­is. 

Þá sýn­ir gagnalek­inn að sum­ar rík­ar þjóðir ef­ist um að þær muni vilja borga meira til fá­tæk­ari ríkja til þess að aðstoða þau við að færa sig yfir í grænni tækni. 

BBC grein­ir frá þessu, nú í aðdrag­anda COP26 lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í nóv­em­ber. 

Lek­inn sýn­ir að lönd hafa mót­mælt til­mæl­um Sam­einuðu þjóðanna um aðgerðir í lofts­lags­mál­um aðeins nokkr­um dög­um áður en þau verða á ráðstefn­unni beðin um að ráðast í veru­leg­ar skuld­bind­ing­ar til þess að halda hlýn­un jarðar í 1,5 gráðum.

Loftslagsbreytingum mótmælt í Brussel.
Lofts­lags­breyt­ing­um mót­mælt í Brus­sel. AFP

Skýrsla sem hef­ur mik­il áhrif á viðræðurn­ar

Skjöl­in sem birt­ast í lek­an­um sam­an­standa af meira en 32.000 inn­send­ing­um stjórn­valda, fyr­ir­tækja og annarra hags­munaaðila til hóps vís­inda­manna sem komu að fyrr­nefndri skýrslu um viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um. 

Skýrsl­an er sam­bæri­leg þeim sem gerðar eru á sex til sjö ára fresti af milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­breyt­ing­ar, stofn­un Sam­einuðu þjóðanna sem hef­ur það hlut­verk að meta vís­inda­leg gögn um lofts­lag­breyt­ing­ar. 

Skýrsl­ur sem þess­ar eru notaðar af stjórn­völd­um við ákv­arðana­töku um það hvaða aðgerðir séu nauðsyn­leg­ar til þess að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Skýrsl­an verður veiga­mik­il í viðræðum um slíkt á COP26 lofts­lags­ráðstefn­unni. 

Flest um­mæli stjórn­valda um efni skýrsl­unn­ar eru upp­byggi­leg og til þess gerð að auka gæði henn­ar. 

COP26 verður haldin í þessari byggingu í Glasgow í Skotlandi.
COP26 verður hald­in í þess­ari bygg­ingu í Glasgow í Skotlandi. AFP

Telja að skýrsl­an gangi of langt

Þrátt fyr­ir það halda fjöldi landa og stofn­ana því fram að skýrsl­an gangi of langt, sam­kvæmt gagnalek­an­um. Þar má helst nefna áherslu á að draga úr jarðefna­eldsneyti. 

Ráðgjafi ol­íu­málaráðuneyt­is Sádi-Ar­ab­íu krefst þess t.a.m. að setn­ing­um eins og „þörf á mót­vægisaðgerðum á öll­um sviðum er aðkallandi“ verði eytt úr skýrsl­unni. Stjórn­völd í land­inu biðja vís­inda­menn Sam­einuðu þjóðanna einnig um að eyða niður­stöðu sinni um að áhersla á kol­efn­is­los­un í orku­geir­an­um eigi að vera á hraða til­færslu úr jarðefna­eldsneyti yfir í upp­sprett­ur sem skilja ekki eft­ir sig kol­efn­is­spor. 

Þá mót­mæl­ir hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður í Ástr­al­íu þeirri niður­stöðu skýrsl­unn­ar að lok­un kola­orku­vera sé nauðsyn­leg, jafn­vel þó að það að binda endi á notk­un kola sé eitt af yf­ir­lýst­um mark­miðum COP26. 

Sádi-Ar­ab­ía er einn stærsti olíu­fram­leiðandi heims og Ástr­al­ía er stór kola­út­flytj­andi.

Liðskona umhverfisverndarhopsins Extinction Rebellion group mótmælir loftslagsbreytingum.
Liðskona um­hverf­is­vernd­ar­hops­ins Ext­incti­on Re­belli­on group mót­mæl­ir lofts­lags­breyt­ing­um. AFP

Nor­eg­ur á meðal þeirra sem vill sjá breyt­ing­ar á skýrsl­unni

Hátt­sett­ur vís­indamaður hjá ind­verskri stofn­un um rann­sókn­ir á námu­vinnslu og olíu­leit, sem á í sterk­um tengsl­um við ind­versk stjórn­völd, var­ar við því að kol verði lík­lega áfram uppistaðan í orku­fram­leiðslu næstu ára­tug­ina vegna þess sem hann lýs­ir sem „gíf­ur­legri áskor­un“ við að út­vega raf­orku á viðráðan­legu verði. Ind­land er nú þegar næst­stærsti neyt­andi kola í heim­in­um. 

Nor­eg­ur og Arg­entína finna einnig eitt og annað að skýrslu vís­inda­mann­anna. Lönd­in telja að leyfa ætti CCS, tækni sem safn­ar út­blæstri sam­an svo hægt sé að grafa hann í jörðu, til þess að draga úr los­un jarðefna­eldsneyt­is.

Ekki er minnst á neinn þrýst­ing frá ís­lensk­um stjórn­völd­um eða fyr­ir­tækj­um í frétt BBC um gagnalek­ann.

mbl.is