Fóru ítarlega yfir kærurnar í dag

Birgir segist reikna með að nefndin þurfi að funda daglega …
Birgir segist reikna með að nefndin þurfi að funda daglega í næstu viku líkt og hún gerði í þessari viku. mbl.is/Unnur Karen

Birg­ir Ármanns­son, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa, seg­ir að fund­ur nefnd­ar­inn­ar í dag hafi gengið vel. Kær­end­ur kosn­ing­anna komu fyr­ir nefnd­ina og gerðu grein fyr­ir kær­um sín­um og umkvört­un­ar­efn­um.

„Við vor­um að hitta í morg­un síðasta yfir­kjör­stjórn­ar­mann­inn úr norðvest­ur­kjör­dæmi og erum búin að hitta hina full­trú­ana á síðustu dög­um,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við mbl.is.

„Síðan feng­um við til okk­ar sex af þeim sem hafa kært fram­kvæmd kosn­ing­anna og fór­um nokkuð ít­ar­lega yfir þeirra kær­ur, gáf­um þeim kost á að rök­styðja þær og þess hátt­ar.“

Allt nýt­ist nefnd­inni við störf sín

Spurður hvort hann hafi verið sátt­ur með þau svör sem kær­end­urn­ir gáfu nefnd­inni seg­ir hann að allt sem nefnd­in geri nýt­ist þeim við sín störf. Hann seg­ir að ekk­ert hafi komið á óvart á fund­in­um.

„Eins og ég segi – við erum bæði að ræða við þá sem tóku þátt í fram­kvæmd­inni í Norðvest­ur­kjör­dæmi og eins þá sem hafa kært fram­kvæmd­ina, auk þess að afla annarra gagna, og þetta er hvort tveggja mik­il­væg­ur liður í okk­ar vinnu.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Birgir Ármannsson á fundi nefndarinnar í vikunni.
Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Birg­ir Ármanns­son á fundi nefnd­ar­inn­ar í vik­unni.

Fleiri kær­end­ur koma fyr­ir nefnd­ina á mánu­dag

Hver eru næstu skref í mál­inu?

„Á mánu­dag­inn erum við búin að setja upp fund með þeim kær­end­um sem við funduðum ekki með í dag, þannig að ég geri ráð fyr­ir því að þá verði sex aðrir sem lögðu fram kær­ur sem koma til okk­ar.

Við þurf­um nú líka á okk­ar fund­um að fara yfir hvað er komið af gögn­um til viðbót­ar því sem hef­ur verið og fara í gegn­um þau.“

Birg­ir seg­ist reikna með að nefnd­in þurfi að funda dag­lega í næstu viku eins og hún gerði í þess­ari viku.

mbl.is