Ætlar ekki að mæta á fundina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins ætl­ar sér ekki að mæta á fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa vegna hags­muna flokks síns, en hann ásamt Hönnu Katrínu Friðriks­son er áheyrn­ar­full­trúi í nefnd­inni.

Á fund­ar­gerðum und­ir­bún­ings­nefnd­ar sem birt­ast á vef Alþing­is kem­ur fram hverj­ir það eru sem sækja fund­ina hverju sinni. At­hygli hef­ur vakið að Sig­mund­ur hef­ur ekki mætt sem áheyrn­ar­full­trúi á einn fund.

Ákvað að vera hlé­dræg­ur

„Ég geri ekki ráð fyr­ir að mæta. Ég ákvað að vera hlé­dræg­ur áheyrn­ar­full­trúi og fá að fylgj­ast með úr fjar­lægð,“ seg­ir Sig­mund­ur í sam­tali við blaðamann.

Innt­ur eft­ir því hvers vegna hann vilji ekki sækja fund­ina seg­ir hann það varða niður­stöður kosn­ing­anna, þá nán­ar til­tekið hags­muni flokks­ins. Tel­ur hann óviðeig­andi að hann skipti sér af störf­um nefnd­ar­inn­ar enda sé hann ekki nefnd­armaður.

Eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi varð upp­stokk­un meðal þing­manna Miðflokks­ins, rétt eins og annarra flokka, en Bergþór Ólason fékk þá sæti á kostnað Karls Gauta Hjalta­son­ar.

mbl.is