Kortlögðu úthlutun veiðiheimilda í þróunarríkjum

Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum …
Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum skipum veiðiheimildir í þróunarríkjum. AFP/JUNI KRISWANTO

Sjáv­ar­út­vegs­skrif­stofa mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (FAO) kynnti á fundi síðdeg­is í dag kort­lagn­ingu út­hlut­un­ar veiðiheim­ilda til er­lendra fiski­skipa í þró­un­ar­ríkj­um. Íslenska ríkið átti frum­kvæmi að þess­ari vinnu og hef­ur kostað kort­lagn­ing­una sem er fyrsti áfangi af fjór­um í víðtækri rann­sókn á áhrif­um veiða er­lendra fiski­skipa.

Á fund­in­um til­kynnti Marcio Castro de Souza, sjáv­ar­út­vegs­full­trúi FAO, að næsti áfangi verði að fara í efna­hags­lega grein­ingu þeirra fyr­ir­komu­laga sem um ræðir. Und­ir­bú­ing­ur þeirr­ar vinnu hef­ur þegar farið af stað.

Liam Campling, pró­fess­or í alþjóðaviðskipt­um við Qu­een Mary-há­skóla í London, leiddi vinn­una við fyrsta áfanga og kynnti helstu niður­stöður kort­lagn­ing­ar­inn­ar. Útlistaði hann í stuttu máli mis­mun­inn milli þeirr­ar aðferðarfræði sem Jap­an, Evr­ópu­sam­bandið, Kína, Taív­an, Suður-Kórea, Banda­rík­in og Fil­ips­eyj­ar styðjast við til að kom­ast yfir afla­heim­ild­ir í þró­un­ar­ríkj­um. Allt eru þetta ríki sem eiga það sam­eig­in­legt að búa yfir stór­um skipa­flot­um sem sækja á er­lend fiski­mið.

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagði til að stutt …
Kristján Þór Júlí­us­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, lagði til að stutt yrði við vinnu und­ir merkj­um FAO. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Úttekt­in sem Campling hef­ur unnið fyr­ir FAO er ekki upp­taln­ing á samn­ing­um um veit­ingu veiðiheim­ilda, held­ur grein­ing á því hvernig þess­ir samn­ing­ar eru: hvað þeir eigi sam­eig­in­legt og hvað sé ólíkt með þeim, með svæðis­bund­inni áherslu sem tek­ur til­lit til mis­mun­andi aðstæðna og grein­ing á helstu efn­is­atriðum fisk­veiðisamn­inga.

FAO hef­ur talið að mik­il­vægt væri að fara í þessa kort­lagn­ingu þar sem hún hafi ekki legið fyr­ir, en hún er sögð for­senda fyr­ir frek­ari rann­sókn­ir.

Rekið til Sam­herja

„Aukið gagn­sæi í rekstri stærri fyr­ir­tækja og sam­starf við Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (FAO) eru meðal aðgerða sem rík­is­stjórn­in kynnti í gær. Mark­mið þeirra er að auka traust á ís­lensku at­vinnu­lífi eft­ir um­fjöll­un um viðskipta­hætti Sam­herja í síðustu viku,“ skrifaði Kristján Þór Júlí­us­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu 20. nóv­em­ber 2019.

Lokið hef­ur verið við fyrsta áfanga og sagði Stefán Jón Haf­stein, sendi­full­trúi Íslands í Róm, á fund­in­um ís­lensk stjórn­völd styðja fran­mvindu verk­efn­is­ins og von­ir eru um að í framtíðinni verði hægt að móta leiðbein­andi regl­ur um til­hög­un út­hlut­un veiðiheim­ilda til er­lendra skipa í þró­un­ar­ríkj­um.

mbl.is