Einar Egils og Eydís Evensen opinbera sambandið

Eydís Evansen og Einar Egilsson eru nýtt par.
Eydís Evansen og Einar Egilsson eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Einar Egilsson og tónlistarkonan Eydís Evensen eru nýtt par. Parið birti mynd af sér saman á Instagram í gær en þau eru nú saman á ferðalagi um Evrópu.

Einar birti mynd af þeim saman á Instagram og skrifaði „Mon Amour“ eða ástin mín á íslensku. 

Einar hefur leikstýrt nokkrum af tónlistarmyndböndum Eydísar undanfarna mánuði en hann hefur gert tónlistarmyndbönd með fjölda listamanna í gegnum árin. Hann er fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur. 

Eydís hefur getið sér gott undanfarna mánuði í tónlistinni en hún spilaði meðal annars í Royal Albert Hall hinn 20. október síðastliðinn. Hún gaf út smáskífuna Brotin í sumar.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is